Morgunn - 01.12.1968, Page 73
MORGUNN
151
Eftirfarandi skýrsla hefur borizt um starf Sálarrann-
sóknafélagsins á Selfossi, sem stofnað var á s. 1. ári.:
Fimmtudaginn 1. febrúar síðastliðinn var stofnað á Sel-
fossi sálarrannsóknafélag, en undirbúningsfundur að stofn-
un þess var haldinn í nóvember.
Var stofnfundurinn haldinn í Tryggvaskála og var vel
sóttur bæði af Selfossi og úr nærsveitum. Meðal gesta fund-
arins var Guðmundur Einarsson, forseti Sálarrannsókna-
félags Islands, og séra Benjamín Kristjánsson, sem báðir
fluttu erindi um sálarrannsóknir.
Á stofnfundi höfðu 170 manns skráð sig til þátttöku í fé-
laginu. I stjórn þess voru kjörin:
Þórkell G. Björgvinsson. formaður,
Guðmundur Kristinsson, ritari, og
Anna Eiríksdóttir, gjaldkeri.
Af félagsstarfseminni má nefna, að Hafsteinn Björnsson
miðill flutti skyggnilýsingar í Selfossbíói fyrir fullu húsi og
hefur gefið féiagsmönnum kost á tveimur miðilsfundum í
mánuði. Þá var hinn 21. maí haldinn í Selfossbíói fundur í
tilefni þess, að 30 ár eru liðin frá andláti Einars H. Kvarans.
Fiutti Þórkell G Björgvinsson erindi um ævi Einars og lífs-
starf, en Ævar R. Kvaran las úr verkum hans og Guðrún
Tómas dóttir söng einsöng. — Félagar munu nú vera um 200
talsins.
Allt ber þetta ljósan vott um vaxandi áhuga á sálarrann-
sóknum og sph'itisma og bera að fagna því.