Morgunn - 01.06.1985, Side 10
SÉRA SVEINN VÍKINGUR:
Hvað
er spíritismi?
Grein sú um spíritismann, sem hér birtist, var upphaflega samin
sem erindi, er séra Sveinn Víkingur flutti í erindaflokki Félagsmála-
stofnunarinnar um HEIMSPEKILEG VIÐHORF OG KRISTINDÖM
Á KJARNORKUÖLD. Vakti eriridiö dÖ vonum mikla athygli, enda
kynningu á forvitnilegu efni. Mun óvíSa ef nokkurs staSar, aS finna
kynningu á forvitnilegu efni. Mun óvíSaS, ef nokkurs staSar, aS finna
á íslensku máli jafn skýra, skemmtilega og greirtargóSa kynningu á
spíritismanum i svo stuttu máli.
Einu sinni átti ég bíl. Vél hans gekk eins og klukka,
bremsur og hjól voru í bezta lagi. Það var aðeins einn galli
á honum. Hann stóð þarna eins og hver annar steindauður
hlutur, þangað til bilstjórinn kveikti á vélinni og settist við
stýrið. Þá fyrst varð hann eins og lifandi og ég gat ekið
í honum hvert sem ég vildi. Aldrei gat ég þó komizt upp
á það að tala við bílinn sjálfan. Ég varð að snúa mér til
bílstjórans og segja honum hvert ég ætlaði á bílnum, og
síðan lét hann þetta ágæta verkfæri lúta stjórn sinni.
Mannslíkaminn er talinn miklu margbrotnara og full-
komnara tæki en bíilinn. Og þegar hinn ósýnilegi bílstjóri
hans, sem við köllum sál, heldur þar rétt um stýrið, eru
afköst þessa verkfæris aldeilis dásamleg. !Ég sagði ósýni-
legur bílstjóri. Og þá erum við komin að vandamáli, sem
þessi ritgerð hlýtur að fjalla um að nokkru leyti. Við
höfum nefnilega aldrei getað séð eða þreifað á þessum
bílstjóra beinlínis og fyrir vikið hafa verið og eru enn
skiptar skoðanir um það, hvernig varið sé sambandi hans
8
MORGUNN