Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 12

Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 12
færi, sjón, heyrn, ilman, bragð og tilfinning. Það er að vísu að koma æ betur í ljós, að þessi skynfæri eru harla ófullkomin. Við skynjum ekki með þessum tækjum nema sumt af ljósbylgjum þeim og hljóðbylgjum, sem við nú vitum að eru til. Við skynjum heldur ekki hlutina sjálfa, heldur aðeins áhrifin frá þeim. Og margt skynjum við bæði á ófullkominn hátt og beinlínis rangt. Að því höfum við komizt með ýmsum hjálpartækjum, sem við höfum fundið upp. Eigi að síður eru þessi ófullkomnu skynfæri okkar dýrmæt hjálp í daglegu lífi. Þvi hefur löngum verið trúað, og margir trúa því statt og stöðugt enn, að ekki sé unnt að skynja neitt nema eftir hinum venjulegu leiðum skynfæranna. Ekkert sé að marka nema það, sem menn geti séð og heyrt eða þreifað á. Samt sem áður er það nú svo, að frá elztu tímum og fram á þenn- an dag hafa verið til menn, sem fullyrða, að þeir hafi orðið eins og annars áskynja, án þess að sú vitneskja hafi til þeirra borizt í gegnum hin venjulegu og viðurkenndu skyn- færi. Þessar skynjanir hafa einu nafni verið nefndar sál- ræn eða dulræn fyrirbrigði. Þau eru mjög fjölbreytilegra tegunda og einnig mjög algeng. Það mun vandfundinn sá maður, sem kominn er fi’am yfir miðjan aldur, sem ekki telur sig hafa orðið einhvers varan af þessu tagi. Skal nú í örstuttu máli drepið á helztu tegundir þessara fyrirbæra. 1. Skyggni eða ófreskisgáfa. Fjöldi manna er skyggn, sem kallað er. Þeir sjá eitt og annað, sem aðrir ekki verða varir við, þótt þeir standi fast hjá þeim. Þeir sjá verur eða svipi, sem ýmist bregður fyrir, eða þeir geta séð þá alllengi í senn. Þeir lýsa þessum verum greinilega, svo aðrir þekkja af lýsingunni að þetta er fólk, sem löngu er dáið, en þeir kannast mætavel við. Sumir virðast vera í venjulegu vöku- ástandi, þegar þessar sýnir ber fyrir þá. Aðrir, og þá eink- um hinir svonefndu miðlar, eru í ómeðvitandi eða hálf- meðvitandi ástandi á meðan þeir eru að lýsa framliðnu fólki. Þeir segja til um nöfn þess, heyra það jafnvel tala og flytja fundargestum frá því ýmis skilaboð, segja frá 10 MORGUNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.