Morgunn - 01.06.1985, Page 15
7. Hreyfifyrirfœri (Telekinesis). Þessi fyrirbæri eins
og einnig líkamningafyrirbæri og raunar nokkur fleiri, eru
að því leyti ólík ESP-fyrirbærum, að menn skynja þau
með skynfærunum eins og hverja aðra hluti, og horfa á þau
margir í senn og skynja þau samtímis og á sama veg. Það
dulræna við þessi fyrirbæri er það, að þau virðast ekki
gerast í samræmi við þau lögmál, sem við þekkjum eða
skiljum. Venjulegir hlutir taka að hreyfast og færast úr
stað án þess að nokkur sýnileg hönd snerti við þeim eða
nokkrir þeir kraftar verki á þá, sem okkur eru kunnir.
Fyrirbæri þessarar tegunda eru algeng í sambandi við suma
miðla og hef ég fengið tækifæri til þess þess að sjá þau
gerast á miðilsfundum hvað eftir annað. Stundum byi’ja
þessar hreyfingar hluta skyndilega i einstökum húsum eða
heimilum og haldast þar um lengri eða skemmri tíma. Sem
dæmi um slíkt hér á landi má nefna undrin á Hvammi í
Þistilfirði 1913 og atburðina á Saurum á Skaga nú fyrir
skemmstu. Oft virðist slíkur ókyrrleiki standa í sambandi
við einhvern af heimilisfólkinu og hverfa um leið og hann
víkur þaðan burtu, enda þótt öruggt sé, að hann sé á eng-
an hátt viljandi valdur að því, sem gerðist.
8. LÁkamningafyrirbœri (Materialisation) gerast aðal-
lega í sambandi við miðla og þó ekki nema með tiltölulega
fáum þeirra. Þegar slíkur miðill er fallinn í miðilssvefn,
tekur hvítleitt efni að streyma út frá höfði hans og eink-
um úr eyrum, nefi og munni. Þetta efni tekur síðan á sig
mannsgervi og stundum svo skýrt, að vel má greina eðli-
legan hörundslit og jafnvel hár og skegg. Þessar verur, sem
venjulega eru hjúpaðar hvítum slæðum, svífa um meðal
fundargesta, stundum fleiri en ein í senn. Hefur marg-
oft tekizt að ná af þeim ljósmyndum, og ýmsir hafa fengið
að þreifa á þeim með varúð.
Sjnritismi skilgreindur.
Ég hef talið óhjákvæmilegt að drepa hér lauslega á
helztu tegundir dulrænna fyrirbæra vegna þess, að spíri-
MORGUNN
13