Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 22
vart nokkur ábyrgur vísindamaður halda því fram í fullri
alvöru.
Loks er að geta þeirra andmæla gegn kenningum spíri-
tista, sem komið hafa fram af hálfu margra ágætra lækna.
Þeir segja, að reynslan sýni, að sambandið á milli meðvit-
undarlífsins og mannsheilans sé svo náið, að ósennilegt
verði að teljast, að persónuleiki mannsins lifi af likams-
dauðann, eða sé nokkur til sem sjálfstæður veruleiki, að-
eins framkvæmi heilans. Vissulega er samband sálarinnar
og heilans náið í þessu lífi, en af því er þó ekki varlegt að
draga þá ályktun, að sálin sé ekki til. Það er einnig æði
náið samband á milli hljóðfærisins og snillingsins, sem á
það leikur. Og ef hljóðfærið bilar, ýmsar nótur þess þagna
eða stilling strengjanna fer í ólag, svo að þeir verða falsk-
ir, eða hljóðfærið eyðileggst með öllu, þá getur snillingur-
inn að sjálfsögðu ekki leikið á það rétt lag. Og slitni hver
strengur, þagnar það með öllu. En er slíkt nokkur sönn-
un fyrir þvi, að snillingurinn, sem á það lék, sé hættur að
vei’a til?
Niðurstöður.
Ég tel mig hafa fulla ástæðu til að vona, að áframhald-
andi vísindalegar rannsóknir á dulrænum fyrirbærum og
hinum flóknu gátum sálarlífsins og á sambandi sálar og
líkama, verði til þess framvegis eins og hingað til að renna
nýjum og sterkum stoðum til styrktar skýringum spíritista,
og að sá tími sé ekki langt undan, að það verði almennt
viðurkennt og talið fullsannað, að maðurinn lifir þótt hann
deyi. Og ég er ekki í minnsta vafa um það, að mannkyninu
mundi reynast það mikill fengur, styrkur og hjálp að öðl-
ast slíka sannfæringu. Reynslan og sagan hafa margsinnis
sýnt og sannað, að þverrandi trú á framhaldslíf og eilift
gildi mannssálarinnar og hinna ósýnilegu, andlegu verð-
mæta hefur jafnan haft í för með sér mikið tjón, minnk-
andi ábyrgðartilfinningu og hnignun siðgæðis og fram-
taks. Vissan um framlífið veitir mönnum hins vegar ekki
20
MORGUNN