Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 33
undirvitund hópsins og samansafn fjölda tilvika svipaðrar
reynslu frá einstökum einingum tegundarinnar mun sýna
sig sem myndun ákveðinnar eðlishvatar dýrs. Allar síðari
einingar sem fæðast inn í þá dýrategund munu hafa til að
bera ómeðvitað minni allra fyrri eininga tegundarinnar.
Það er ekki fyrr en við komum að mannlega stiginu
sem séreðlismyndun á sér stað. Allar þær mannsálir sem
nú eru til, (hvort sem er í jarðnesku lífi eða lífi í hinum
efnisfínni heimum), séreðlismynduðust á eitthverju tíma-
skeiði í fjarlægri fortíð, tímasetningin mismunandi í hin-
um ýmsu tilvikum, þannig að sumar sálir eru tiltölulega
ungar en aðrar eldri og nokkrar sem eru þó nokkuð mikið
eldri. Við séreðlismyndun verður það sem áður var mann-
dýr, mannleg vera með sjálfstæða sál. Mannsálin gengur í
gegnum fjölda endurholdgana sem mannvera, með hvíld-
artímabilum á hinum fínni sviðum, og þroskast hægt og
sígandi frá villimennsku til siðmenningar og blómstrar síð-
an sem hinn fullkomni maður sem ekkert hefur meira að
læra af lífinu á jörðu, heldur er „útskrifaður" frá skóla
mannlegs lífs eftir að vera orðin hæfur til að ganga inn í
ríkidæmi ofar hinu mannlega.
Sálin er ekki eilíf því eitthvern tíma kemur að því að
hin einstöku sjálf sigrast á aðskilnaðarblekkingunni, sem
búddhistar nefna svo, og leggja til hliðar hjúp þann er skil-
ur þau frá skynjun þeirra á sameiningu við aðrar sálir og
hið guðdómlega sjálf, en eftir það mun sjálfið ekki vera
til sem slíkt. Mannsaninn, eða Mónadið, er ódauðlegt og
er í eðli sínu sameinað guðdómleikanum en ekki takmark-
að og aðskilið. Þekking á nákvæmum tengslum milli anda,
sálar og líkama er svo hulin að hún er óskiljanleg hinum
venjulega huga, en það er sannfæring nemenda í andlegri
heimspeki að nirvana, eða endalok aðskilinnar sérvitund-
ar tákni ekki endir eða tap á neinn hátt, heldur einungis
aukna vitundarþenslu.
morgunn
31