Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 38
menn fædda jafna, í þeim skilningi að hver og einn hefur
til að bera neista guðdómlegs lífs sem hefur í öllum tilvik-
um sömu möguleika á að verða að stórum loga, þá telur
hann ekki alla menn jafna á sama tíma í þróuninni, heldur
standi einstaklingar á mismunandi þrepum í stiga þróunar-
innar. Allir menn eru bræður og ættu að koma fram gagn-
vart öðrum sem bræður í kærleiksríkri fjölskyldu, en
mannsálirnar eru misgamlar, eins og meðlimir fjölskyldu
hljóta að vera.
Skynjun andlegs nema á sjálfinu afmarkast ekki við
persónulegt sjálf einnar ákveðinnar jarðvistar. Hann lítur
svo á að hinn raunverulegi einstaklingur eigi heimili sitt
á hærra hugræna sviðinu, og persónuleikinn sé einungis
mjög takmörkuð birting á raunveruleika sem tilheyrir
hærri víddarsviðum. Eða ef önnur framsetning er notuð þá
lítur hann á sál sína sem leikara er leikið hefur f jölda hlut-
verka, hefur eitt hlutverk að leika í hverju jarðlífi, en getur
engu að síður lagt búninginn sem hann notaði í síðasta
hlutverki sínu til hliðar og búið sig undir að klæðast öðr-
um fyrir næsta hlutverk. Aðstæður sem áhrif hafa á
persónuna í leiknum, eða skemmdir sem kunna að verða
á búningnum í einni sýningu, munu ekki skaða hið raun-
verulega sjálf hans, sem verið hefur í mörgum slíkum
hlutverkum og á eftir að koma fram í fjölda annarra.
Akvarðanir manns og hvernig maðurinn framkvæmir
þær í einu jarðlífi eru mjög mikilvægar, vegna þess að þær
leggja lóð sitt á vogarskálar karma hans og geta haft af-
gerandi áhrif á tímann sem tekur að útskrifast. En þær
eru ekki eins mikilvægar og þær virðast vera hjá fólki
sem trúir að örlög þeirra séu einungis undir einu lífi kom-
ið. Enginn einstaklingur getur nokkurn tíma hagað sér á
svo ranga vegu að hann fyrirgeri algjörlega rétti sínum til
að snúa á rétta braut aftur. Allir menn eru synir Guðs og
allir synir hans munu snúa aftur til föðurhúsanna, hversu
langt sem þeir kunna að hafa ráfað burt.
36
morgunn