Morgunn - 01.06.1985, Page 40
lægri tíðnissveiflna. Út frá þessu sjónarmiði má líta á þró-
un okkar sem leið til að stilla vitundina inn á að skynja
hinar hærri og fínni tíðnissveiflur sem ei’U alls staðar.
Einnig er rétt að muna að þetta er ekki grófgerð stefnu-
laus orka, heldur hin guðdómlega orka vitsmuna, kærleiks
og visku, sem eru á raunverulegan hátt að draga okkur
nær skynjun á sér.
H. P. Blavatsky heldur því fram að hið mannlega Mónad
eigi aðeins við atma — búddhi. Tekið skal fram að hug-
tökin ,,atma“ og „búddhi“ eru notuð hér til að tákna anda
alheimsins (atma) og sál alheimsins (búddhi). Segja má
að sál alheimsins sé sá farvegur sem ani alheimsins leit-
ar í gegnum á leið sinni til séreðlismyndunar. Þar sem bæði
atma og búddhi eru alheimsleg þarf þriðja þáttinn til þess
að séreðlismyndun geti átt sér stað. Á sínu eigin sviði er
Mónadið fullmótað en í hinum lægri heimum er það svo
gott sem meðvitundarlaust þar sem það hefur ekki til að
bera neinar hinna lægri tíðnissveiflna sem því eru nauð-
synlegar til að geta starfað í þeim heimum. Þessi þriðji
þáttur er ,,manas“ eða hærri hugurinn sem getur tengst
lægri líkömunum og H.P.B. nefnir, „tengiliðurinn á milli
anda og efnis, himins og jarðar“. Þannig getum við litið
á sálina sem raunverulega framlengingu, eða aukningu, á
skynjunarsviði Mónadsins. Mónadið er atma — búddhi
tengt manas.
Orðin sál og sjálf hafa sömu merkingu og orsakalíkami.
„Hærra sjálfið er atma“, segir H.P.B., „hinn óaðskiljanlegi
geisli hins alheimslega og eina sjálfs. Hamingjusamur er
sá maður er nær því að baða innra sjálf sitt í honum . . •
Hið andlega guðdómlega sjálf er hin andlega sál, eða
búddhi, í nánum tengslum við manas, hugræna þáttinn, en
án hans væri ekkert sjálf mögulegt, heldur einungis atmiski
þátturinn“. Þannig sjáum við að þessir þrír þættir eru
óaðskiljanlega sameinaðir í manninum. Búddhi og atma eru
ópersónulegir alheimsþættir sem orsakavitundin tengiv
persónuleikanum sem farveg reynslu.
38
MORGUNN