Morgunn - 01.06.1985, Side 41
Eins og nefnt er í 2 kafla er orsakalíkaminn myndaður
úr efni þriggja efri þrepa hins hugræna heims. Þar er sagt
að sálin safni saman kjarna allrar þeirra reynslu er hún
hefur orðið sér úti um á lægri sviðunum í gegnum persónu-
leikann, á svipaðan hátt og iíkaminn safnar kjarna þess
matar er hann þarfnast til vaxtar og þroska. Ekki skyldi
lita á þetta sem verið væri að fylla rými heldur frekar
sem möguleika til tíðnissvörunar. Hreinsunarathöfnin sem
á sér stað á milli endurhelgana skilur froðu rangra athafna
frá og skapar möguleikann á að halda eftir ávöxtum réttra
athafna sinna í orku og eigileika sem hún þarfnast til auk-
innar þróunar. Orsakalíkaminn inniheldur alla reynslu og
eiginleika sem safnast hafa saman í gegnum langan feril
síendurfæddra persónuleika, en andleg viska skín einnig
inn í hann frá hærri þáttunum tveimur og hjálpar til við
samhæfinguna.
Búddhiski líkaminn er farvegur skynjunar sem óskiljan-
leg er mannsheilanum. Hún er bein vitund eða skilningur
án þess að þurfa að notast við venjulega hugsun, eða ef
þetta er sett fram á annan máta, þá er skynjun sama og að
vita þegar búddhiski þátturinn á í hlut.
Búddhi er farvegur guðdómlegrar vitundar, ríki hinnar
raunverulegu hugsýnar. Á þessu sviði er tími ekki til á þann
hátt sem hugurinn skynjar hann. Fortíð, nútíð og framtíð
eru skynjuð sem hið alnálæga eilifa „nú“. Aðskilnaður er
ekki til, þar eð allt er eitt. Jesús talaði frá búddhiskri vit-
Und er hann sagði: „Sannlega segi ég yður, það allt sem
þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér
gjört mér“. (Matteus 25:40). Frá þessari vitund á raun-
veruleikinn um bræðralag mannkyns rætur sínar að rekja.
Atma er sama og andi alheimsins og maðurinn er í eðli
sínu hluti af honum. Talað er um atma sem „hina einu
°g eilífu undirstöðu alls“, sem „föðurinn í himnaríki“ að
því er okkur varðar hvert og eitt, og sem hæsta anda
rnannsins. Erfitt er fyrir okkur, frá sjónarhól persónu-
ieikans að skynja atma, en það er undirstöðuraunveru-
Morgunn
39