Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 44
settu markmiði löngu fyrr en hann og vera þá fyrr fær
um að hjálpa hinum yngri bræðrum sínum. Á sama hátt
og við, hafa þeir þurft að erfiða og þjást, yfirvinna erfið-
leika í jarðvistum þrungnum magnaðri i’eynslu þar til þeir
náðu þeim hátindi árangurs er hinn venjulegi maður mun
ekki ná fyrr en í lok þessa sólkerfistímabils.
1 gegnum tíðina hafa meistararnir birt sig á jörðinni
í þeim tilgangi að koma á framfæri einhverjum hluta
hinnar fornu þekkingar. Þetta hafa verið upphafsmenn
hinna miklu trúarbragða jarðarinnar. Búddha hafði verið
upphafsmaður fjölda trúarbragða fyrri tíma manna í fyrri
lífum sinum. 1 síðasta lífi sínu á jörðinni varð hann „hinn
uppljómaði“ Búddha og er hann dó hvarf hann á vitundar-
svið sem nefnt er „paranirvana“ og hafði hann náð svo
hárri vitund að hann hvarf á vit hinnar formlausu tilveru
sem býr utan við tíma og rúm, og þaðan sem ekki er aftur-
kvæmt til lífs á jörðinni. Þá var staða hans sem heims-
fræðara yfirtekin af öðrum háþróuðum einstakling.
Búddhistar nefna hann Matreya, og mun hann síðar verða
Búddha viskunnar"). Matreya er sá sem vesturlandabúar
þekkja sem Krist, í austurlöndum sem „Bodhisattva“ eða
sá sem verður Búddha. Fyrir múhameðstrúai’mönnum er
hann Iman Madhi.
Helgivald jarðarinnar er skipt í þrjár deildir eftir þrem-
ur megingreinum geislanna sjö. Deild fyrsta geislans, „vilja-
þáttarins" er stjórnað af háþróuðum einstakling er nefn-
ist Manú. Starf hans er að mestu leyti tengt stjórnarfyrir-
komulagi, stjórnsýslu plánetunnar, stofnun, stefnumótun
og upplausn eðlis og uppbyggingar kynþátta. Deild annars
geislans, ,,kærleiksvisku“ geislans er stjórnað af Bodhis-
attva, eða Kristi og gegnir hann stöðu heimsfræðara. Hann
er drottinn kærleiks, á sama hátt og fyrirrennari hans
Gautama Búddha var drottinn visku. Hann er meistari
meistaranna og í hendur honum er falin leiðsögn varðandi
andleg örlög manna og þróun þekkingar mannsins á sínu
innra eðli. Deild þriðja geislans, „geisla starfandi vits-
42
morgunn