Morgunn - 01.06.1985, Síða 50
(22) Skýr högg heyrðust næst á norðurhlið stofunnar,
fjærri miðlinum og færðust þau lárétt nær og nær.
(23) Veik kvenmannsrödd heyrðist skýrt fyrir utan
Indriða sem sagði: ,,Jeg er að tala við bróður minn —
Guðm. bróðir minn. — Jeg hef fjarska lítinn krapt.“
(24) „Samtal með höggurn" var reynt á norðurveggn-
um en gekk treglega. Nokkrum sinnum heyrðist þó svar-
að skýrt og var auðheyrt að höggin voru fjarri Indriða.
(25) Þegar kvenmannsröddin var að kveðja veikt með
,,sæl“ sagði draugsrödd: „heltu kjapti, kvíga!“ Hér hvarf
fosfórstjarnan, meðan hún lýsti var glöggt að HN sat kyrr.
(26) Kastað var til GH brauðmola, en óvíst hvaðan.
(27) Blístrað var uppi undir loftinu.
(28) „Norski læknirinn" (aðstoðarstjórnandi miðilsins)
talaði mjög skýrt utan við Indriða.
(29) Tvívegis var blásið á HN svo að heyrðist. Hann
fullyrti að það hefði ekki verið Indriði.
(30) Gæslumaður kvaðst vera snertur með hönd oftar
en einu sinni.
(31) GH heyrði eina röddina eins og undir stól Indriða
í horninu á bak við hann.
(32) Stóll Indriða fór að hreyfast til og gæslumaður
segir, að honum sé lyft upp með Indriða (handritið segir
hér: „Miðill varð ókyrr og fannst vera lyft“).
(33) Stólum Indriða og gæslumanns velt.
(34) Eftir leyfi frá stjórnendunum flutti GH stól sinn
vinstra megin við Indriða, reisti stólana við og settist fast
að honum. Indriði var þá afkróaður í stofuhorninu milli
GH og HN sem sat hinum megin. Hvorugur fluttist neitt
burtu.
(35) GH tók annarri hendi í tágastólinn og þreifaði á.
Stól Indriða var þá nokkrum sinnum lyft en ekki með
meiri krafti en svo að halda mátti honum niðri með annarri
hendi. Segir GH að stóllinn hafi farið á talsverða hreyf-
ingu við og við, eins og hann hálf „spriklaði" eða væri
lifandi þegar haldið var í hann.
48
MORGUNN