Morgunn - 01.06.1985, Side 51
(36) GH heyrði þá afar glöggt í einni rödd undir stóln-
um, eins og niðri við gólfið undir stólnum.
(37) Indriði lyftist upp og áleit HN að togað væri í
höfuð hans. Ekki lyftist hann þó upp af gólfinu. Á höfði
Indriða varð GH einskis var þegar hann þreifaði um það.
(38) Þá var margsinnis talað ótrúlega skýrt fyrir utan
Indriða fast við GH mörgum sinnum en þó mest ragn og
blót ,,truflunarmannanna.“ Komu þær all oftast úr horninu
bak við Indriða eða norður til við hann.
(39) Einu sinni var blásið afar fast og mjög greinilega
í andlit GH. Það var svo snöggt að það heyrðist um allt
herbergið og allfjarri (u. þ. b. eina alin jafngildir 62,7
cm) höfði Indriða að þvi er GM áleit og úr annarri átt.
Á meðan talaði ,,Sigmundur“ (aðstoðarstjórnandi mið-
ilsins) óslitið, án þess að nokkur stans yrði á, í gegn um
Indriða og heyrði GH í gæslumanni hinum megin. Segir
GH svo frá (1):
Þegar ég hef setið þarna hjá miðlinum mkkra stund,
er blásið framan í mig allfast, svo glögglega lieyrðist um
allt herbergið. Meðan blásið var, talaði miðiUinn óslitið
án þess að nokkur stans yrði á. Með munninum gat hann
Því ekki blásið og mér var ókunnugt um, að hann eða
gœslumaður hefðu ein áliöld til að blása þannig. Auk þess
sneri andlit hans frá mér og hötidum lians var haldið, en
höfuð gœslumanns var í annarri átt en þeirri sem blástur
þessi kom úr. Hinir sem viðstaddir voru sátu áUfjarri í
öðrum enda stofuwnar, og þar sat aðeins formaðurinn
mllli tveggja vantrúaðra. Það sýndist því óskiljanlegt, hver
gat blásið þannig (s. Iý5—lý6).
(40) Tvisvar sinnum voru orguð ókvæðisorð hastarlega
og allhátt, að finna þverhandarbreidd frá höfði GH, fast
við andlit hans, svo að honum varð bylt við. Hann sló
ósjálfrátt i áttina út í loftið, af alefli með hnefanum og
hugðist gefa viðkomandi kjaftshögg, en greip í tómt.
morgunn
49