Morgunn - 01.06.1985, Side 53
SVEINN ÓLAFSSON:
Draumurinn um
framlíf og eilífðarríkið
Þegar meðvitundin um lífið vaknar hjá oss sem börnum
í æsku byi’jar oss í raun að dreyma um framhaldstilveru
vor sjálfra. — Barnið skynjar Guð í hinum stóra heimi, sem
t>að er fætt inn í. Guð hefir skapað sólina, hann er í himn-
Unum, og stjörnurnar eru gluggar á himnaríki. — Barnið
veit af innri tilfinningu að Guð hefir skapað það sjálft. Það
Veit, að áður en það kom hingað, var það hjá Guði, og fer
Þangað aftur þegar það deyr, og að aðrir menn fara þangað
líka. Barnið skynjar eilífðina í sjálfu sér, og þessa tilfinn-
ingu tjáir ekki að reyna að taka frá barninu eða þurrka
hana út; til þess er þessi sannfæring of sterk og nánast
bjargföst. — Þetta sýnist vera barnatrúin oftnefnda.
Það er nú samt svo að þegar moldvirði brauðstritsins og
daglegt amstur mæta manninum, og þegar ljómi æskuár-
anna slær glýju í augu hinna ungu, þá vill mörgum verða
viilugjarnt eða þeir missa gjörsamlega sjónar á þessum
hliðum lífsins, sem fyrir barninu eru svo augljósar og
sjálfsagðar. Hugur fóiks sveipast þoku og þá vill oft verða
hrösult á lífsins hálu brautum, þegar ljós trúarinnar lýsir
ekki og vísar veginn. — Samt geymir sérhver sál, þótt
óljóst sé, glætu af þessari von, sem hjá barninu er vissa.
Og þótt efasemdir fullorðinsáranna kaffæri þessa tilfinn-
ingu oft rækilega, svo menn þora eða jafnvel vilja nánast
varla játa fyrir sjálfum sér, að þessi eilífðarþrá eða von sé
í raun hið djúpstæðasta og dýrmætasta innra með þeim,
— þá samt koma þeir tímar oft, að reynslan neyðir þá til
Morgunn
51