Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Side 54

Morgunn - 01.06.1985, Side 54
að opna augun á ný. — Já, hver verður ekki trúaður og bljúgur við að horfast í augu við þung örlög, allskyns vá, eða jafnvel dauðann sjálfan? — Á slíkum stundum getur efinn orðið kveljandi, einkanlega ef þessum málum hefir verið slegið frá sér og þau verið lítt eða ekkei't hugleidd, svo maðurinn hefir svo til ekkert haldbært til bjargar í andlegum efnum, þegar til þarf að taka. — Á slíkum stund- um opnast oft augu trúarinnar og hver reynir þá ekki að biðja fyrir sér og vonar á æðri mátt og veruleika — og hverjum svellur ekki í brjósti þráin um að vonin bregðist þeim ekki. — Þegar Páll postuli segir, að trú, von og kær- leikur vari, en þeirra sér kærleikurinn mestur, þá merkir það, að trúin er andleg sýn mannsis og vonin byggist á henni, um örlög hans sjálfs, en kærleikurinn er umhyggj- an fyrir náunganum og önn fyrir því að hann megi öðlast hið bezta í öllu, eða hamingjuríkt líf hér og nú og sáluhjálp um eilífð, — sem er það sama og maðurinn vonar fyrir sjálfan sig. — Trúin og vonin eru það, sem snýr að mann- inum sjálfum, — kærleikurinn að náunganum, og þótt hann sé mestur, þá er hitt tvennt ekki síður mikilvægt og stórt, fyrir hann sjálfan. Það er hans eigin lífssýn, það sem ræður úrslitum um innihald lífsins og hamingjuna. — Því hvar er hamingja þess sem á ekkert til að trúa og vona á? Þeir, sem ekki leita né lenda inni á leið andlegrar leitar, eiga þannig á hættu að verða að einskonar andlegum ösku- buskum og lenda í sálrænni örbirgð. Þessi leit er anda mannsins jafnnauðsynleg og brauðið er likamanum. Því er það ekki að ófyrirsynju að Kristur segir: Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði“. Hann þarf að næra anda sinn í trú og von, svo honum takist að finna sannleikann, sem einn gerir manninn andlega sterkan og frjálsan. Mörgum verður á að sinna ekki andlegum málum fyrr en þeir finna ellina nálgast. Og oft er þá reynt að færa sér í nyt það, sem fólk álítur hin fljótlegustu og handhægustu ráð í fálmkenndu flasi, án þess að víðari sjónarmiða sé gætt, enda þá engin áunnin reynsla vegna ræktarleysis 52 MORGUNN1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.