Morgunn - 01.06.1985, Page 55
Við að hyggja að landafræði annars heims, — ef orða mætti
það svo. — Oft er sagt að spíritistar séu þesskonar fólk, —
og oft er það ekki langt frá sanni. — Margt fólk leiðist
þannig út í leit að t. d. miðilsfyrirbærum í þrotlausu og
blindu hungri, — og nær ekki hinni víðari hugsun og
stefnumiðum, sem eru í raun aðalatriðið, — en bindzt við
þessi fyrirbæri eins og þau séu hið eina og æðsta, sem
þessi hreyfing hefir upp á að bjóða, sem er alrangt, því
leit sálarrannsóknanna er miklu viðfeðmari, ef fólk missir
ekki sjónar á lokamarki þeirra. —
Við hungrinu er í raun ekkert að segja, en í blindninni
búa hættur. — Þegar talað er um hættur í sambandi við
þessi mál, þá felst það fyrst og fremst í þvi að leitinni sé
of þröngur stakkur sniðinn, — að það gleymist að leitin
er að endanlegum sannindum, ef hægt er að tala um slíkt,
en þau verða aldrei fundin nema sem innri sannfæring eða
trú, — inni’i sýn — það sem andinn sér, — að skilja hvað
Guð er og að hann getur allt og er allt. Til þess er vegur
rannsóknarinnar, að gefa þessa sýn sem vissu — trú, sem
óhætt er að vona á, — að í'annsókn gefi trúai'traustið.
Eliphas Levi áleit að: „án trúar leiða vísindin til efa-
semda, og án vísinda leiðir trúin til hjáti'úai’villu. Sam-
eining þeiri’a leiðir til vissu, en þó má aldrei rugla þeim
saman. — Stefnumark trúarinnar er tilgáta, en hún verð-
ur að fullvissu þegar tilgátan verður að nauðsyn vegna
sannana sem vísindin leiða í Ijós."1)
Enginn skyldi skilja orð mín svo, að ég telji hættulegt
að kanna miðilsfyrii’bæri, sem slík; slíkt er algjör misskiln-
!) Eliphas Levi var þekktur af öllum dulspekingum undir nafninu
Eliphas Levi Zahed, en hið eiginlega nafn hans var Alphonse-Louis
Constant, sem er hebreska þýðing nafnsins. Var uppi 1810—1875. Hafði
veruleg áhrif t. d. á H. P. Blavatsky og Stanislas De Guaita og talið að
án hans áhrifa hefðu þau aldrei náð Jjeirri trúrænu reisn er varð. — Er
talið að hann hafi átt mestan þátt í að bjarga frá gleymsku hinni merki-
legu þekkingu Tarot fræðanna með ritum sinum um stórsnillinginn og
hugsuðinn Court de Gébelin (1767—1825) sem fann upp og kom fram
ttieð Talrot.
MORGUNN
53