Morgunn - 01.06.1985, Page 64
en bent skal á að hér er lýst reynslu persónu sem er að
fara „förina miklu“ sjálf og greinir því frá eigin reynslu
af umskiptunum, en fyrri frásagnir eru hinsvegar frá þeim,
sem voru vitni að viðskilnaði þeirra, sem voru að kveðja
þetta líf. Þetta er þannig fróðlegt til samanburðar séð þann-
ig frá tveim hliðum og gefur innsýn í þetta leyndardóms-
fulla fyrirbæri, dauðann, sem við öll skulum eitt sinn ganga
í gegnum. — Verður þessi eina frásögn látin duga hér úr
bókinni.
Það er hinsvegar til merkileg frásögn sem vart verður
gengið framhjá í þessu sambandi. Hún er eftir Emanuel
Swedenborg, en í bók sinni „Himin og hel“, segir hann
frá reynslu sinni, þar sem hann var af Drottni leiddur í
gegnum dauðann eins og hann mætir sérhverjum manni,
og skýrir hann það sem skeður í nákvæmum atriðum.
Verður samt að stikla hér á stóru eins og endranær. Hann
segir í styttu máli: „Þegar líkaminn getur ekki lengur upp-
fyllt það hlutverk sitt, að þjóna hugsun og hneigðum anda
hans, er sagt að maðurinn deyi. Þetta gerist þegar and-
ardráttur og hjartsláttur stöðvast. En samt deyr maður-
inn ekki, heldur er hann aðeins aðskilinn frá hinum efnis-
lega hluta, sem var til nota í heiminum, . . . því maðurinn
sjálfur lifir vegna anda síns, því það er andinn sem hugsar,
og hugsun ásamt hneigðunum er maðurinn. (HH 445).
Þegar maðurinn deyr hverfur hann alveg brott úr hinum
náttúrlega heimi inn í hinn andlega heim, og þar er ekk-
ert beint samband á milli, heldur aðeins samband tilsvöx’-
unar, (einskonar speglandi orkuvei’kun). (Guðl. elska og
vísdómur 90)
Náin innri tengsl eru til staðar við andardi’áttinn og
hjartsláttinn; hugsunin er bundin andardrættinum og
hneigðirnar, sem eru runnar frá kærleikanum (eru bundn-
ar), hjai’tanu. Þegar þessar tvær hreyfingar stöðvast á séi’
stað aðskilnaður, því þetta eru hin í’aunverulegu tengi-
bönd við líkamann. (HH 446).
Auk þess sem mér hefir verið skýrt frá því, hefir mér
62
MORGUNN