Morgunn - 01.06.1985, Blaðsíða 70
tók það að stækka unz það varð að stórum, sjálflýsandi
hnetti, er sveif í blámóðunni, dásamlega fagur og snérist
mjög hægt, svipað og jörðin og gátum við, — segir sá er
hér er til frásagnar, — séð höfin og álfurnar. Og flatar
myndirnar fóru að breytast, og fjöll og hæðir að risa, höfin
að gárast, og borgarlíkön og byggingar sáust, og síðan
fólk í hópun og þá einstaklingar, sem er undursamlegt á
hnetti sem er ekki stærri en 35—30 metrar í þvermál, en
það er þáttur í vísindum stofnunarinnar að gera unnt að
sjá þessa hluti hvern fyrir sig. — Og áfram heldur frá-
sögnin, um að sézt hafi athafnalíf fólksins, víðlendar gxæsj-
ur, eyðimerkur, frumskógar og allt jarðlífið, sem sveif fyrir
sjónum gestanna. — Síðan breyttist myndin í að sýna þró-
unina til baka um þúsundir ára, líf kynslóðanna, dýranna
og jurtaríkisins, og síðan eftir langa mæði sveif hnöttur-
inn aftur á sinn stað í fyrri stærð. —
Margskonar lýsingar aðrar á lífi hinna mismunandi
sviða og heimkynna hinna andlegu heima koma fyrir í
þessari bók, sem er afar fróðleg, þar sem rakið er efni úr
fjölmörgum öði’um bókum sem höfundur tilfærir í sönnun-
arskyni um framhaldslíf mannsins, en það er meginmark-
miðið fyrir ritun hennar. Hann vildi hugga alla þá ættingja,
er áttu um sárt að binda, sökum fráfalls hinna fjölmörgu
undii’manna sinna í hildarleik styi’jaldarinnar, á gi’und-
velli þeirra upplýsinga er hann hafði kynnst og aflað sér
við víðtækan lestur. Og sjálfur sagði hann: „Það er ekki
hægt annað en trúa.
Úr allt annari átt koma svo fi’ásagnir um samskonar
og svipaða hluti eins og hér var greint frá. — 1 bókinni
„Nýjar víddir í mannlegri skynjun" er frásögn af draum-
förum eða segja mætti sálförum í nætursvefni, sem líkjast
þessu. Þar er sagt frá vinkonu höfundar, Vicky, sem er
bæði skyggn, sér ái’ur og hefir fjölbreytta aði’a hæfileika.
Dr. Karagulla segir svo frá: Hún sagði að draumarnir
væru ólíkir venjulegum draumum að því leyti, að þeir
væru miklu skýrari og sig dreymdi oft margar nætur í
68
morgtjnN