Morgunn


Morgunn - 01.06.1985, Síða 72

Morgunn - 01.06.1985, Síða 72
þetta. Hann játaði það rétt, en mundi samt ekki öil atriði fyrirlestursins eins vel og Vicky. Þessi frásögn er út af fyrir sig merkileg, en hér er hún sér í lagi merkileg, því þarna koma fram atriði, sem ber saman við fyrri frásögnina, — sem er tugum ára eldri og ekki vitað um neitt samband á milli, — svo sem um líkönin sem kennt var með, að þau var hægt að minnka og stækka, en auk þess að talað er um háskóla eða menntastofnanir handan hulunnar. 1 sambandi við þessa fráögn langar mig að geta um að í nefndri bók er sagt frá merkilegum og talsvert þekktum draumi, sem atómvísindamanninn frægi, Niels Bohr, dreymdi á háskólaárum sínum um gerð atómsins. Hann mundi drauminn og myndaði síðar kenninguna um gerð atómsins, sem vísindin viðurkenna að mestu óbreytta, enn í dag. — Það er útaf fyrir sig merkilegt um þennan draum, að hann segir nokkuð um líkur á að draumar Vicky bygg- ist á einhverju svipuðu, þ. e. veruleika sem er að baki hins sýnilega. 1 bókinni „Vísdómur englanna ...“ eftir Swedenborg er eftirfarandi: ,,Að ytra útliti er hinn andlegi heimur eins og náttúruheimurinn; þar getur að líta lönd, fjöll, hálsa, dali, sléttur, vötn, ár, lindir; svo og allt sem tilheyrir steinaríkinu eins og í hinni náttúrlegu veröld. Þá birtast þar paradísarlendur, aldingarðar, trjálundir og skógar; þar vaxa hverskyns tré og runnar með sáðbetrandi ávöxtum, ennfremur plöntur, blóm, jurtir og grös; þannig allt, sem heyrir plönturíkinu til; þar eru og dýr, fuglar og fiskar af öllum tegundum; og þannig allt, sem heyrir dýraríkinu til. Þar er og maðurinn sem engill og andi. . . . Heimsmynd hinnar andlegu veraldar er nákvæmlega samskonar og hinnar efnislegu veraldar, að því einu undanskildu að hlut- irnir þar eru ekki bundnir stöðugleika og fastmótaðir eins og í náttúruheiminum. Þar er ekkert af náttúrunni, heldui' er allt andlegt. (321). 1 bókinni „Himin og hel“ eftir Swedenborg er einskonar 70 MORGUNN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.