Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 72
þetta. Hann játaði það rétt, en mundi samt ekki öil atriði
fyrirlestursins eins vel og Vicky.
Þessi frásögn er út af fyrir sig merkileg, en hér er hún
sér í lagi merkileg, því þarna koma fram atriði, sem ber
saman við fyrri frásögnina, — sem er tugum ára eldri og
ekki vitað um neitt samband á milli, — svo sem um líkönin
sem kennt var með, að þau var hægt að minnka og stækka,
en auk þess að talað er um háskóla eða menntastofnanir
handan hulunnar.
1 sambandi við þessa fráögn langar mig að geta um að í
nefndri bók er sagt frá merkilegum og talsvert þekktum
draumi, sem atómvísindamanninn frægi, Niels Bohr,
dreymdi á háskólaárum sínum um gerð atómsins. Hann
mundi drauminn og myndaði síðar kenninguna um gerð
atómsins, sem vísindin viðurkenna að mestu óbreytta, enn
í dag. — Það er útaf fyrir sig merkilegt um þennan draum,
að hann segir nokkuð um líkur á að draumar Vicky bygg-
ist á einhverju svipuðu, þ. e. veruleika sem er að baki hins
sýnilega.
1 bókinni „Vísdómur englanna ...“ eftir Swedenborg er
eftirfarandi: ,,Að ytra útliti er hinn andlegi heimur eins
og náttúruheimurinn; þar getur að líta lönd, fjöll, hálsa,
dali, sléttur, vötn, ár, lindir; svo og allt sem tilheyrir
steinaríkinu eins og í hinni náttúrlegu veröld. Þá birtast þar
paradísarlendur, aldingarðar, trjálundir og skógar; þar
vaxa hverskyns tré og runnar með sáðbetrandi ávöxtum,
ennfremur plöntur, blóm, jurtir og grös; þannig allt, sem
heyrir plönturíkinu til; þar eru og dýr, fuglar og fiskar af
öllum tegundum; og þannig allt, sem heyrir dýraríkinu til.
Þar er og maðurinn sem engill og andi. . . . Heimsmynd
hinnar andlegu veraldar er nákvæmlega samskonar og
hinnar efnislegu veraldar, að því einu undanskildu að hlut-
irnir þar eru ekki bundnir stöðugleika og fastmótaðir eins
og í náttúruheiminum. Þar er ekkert af náttúrunni, heldui'
er allt andlegt. (321).
1 bókinni „Himin og hel“ eftir Swedenborg er einskonar
70
MORGUNN