Morgunn - 01.06.1985, Side 80
Tilraunafundur með enska
miðlinum Robin Stevens
1 apríl sL var enskur miðill, Robin Stevens, staddur hér
á landi á vegum S.R.F.l. Robin hefur mikla og fjölbreytta
hæfileika og sýndi það sérstaklega á seinni fundinum sem
haldinn var 9. apríl sl. að Hótel Hofi.
Þar notaði hann m.a. skyggnilýsingu, hlutskyggni og
árulestur, auk þess sem hann notaði tvær aðferðir við
skyggnilýsingu sem ekki hafa verið notaðar hér á landi
áður. Robin gat þess við upphaf fundarins „að oft teldu
menn að miðlar gætu á einhvern hátt ,,lesið“ þá manneskju
sem þeir væru að ræða við og að gefa skyggnilýsingu, þar
af leiðandi kæmu upplýsingarnar ekki að „handan“, heldur
frá persónunni sjálfri.
Þessi gagnrýnendur áttuðu sig ekki á því, að með þess-
um rökum þeirra, gæfu þeir til kynna að gera yrði ráð
fyrir ekki síður merkilegum hæfileikum manna en að sjá
framliðna. Sem sé að miðill geti lesið hugsanir fólks, séð
það í fari þess sem gefur vísbendingar um persónuna, hluti
og staði sem henni tengjast o. s. fl. o. s. fl.
Til þess að sýna að sjónin hefði ekkert að segja í þessum
efnum, ætlaði hann að gera tvær tilraunir sem útilokuðu
beint samband." — önnur var þannig að hann lét dreifa
númeruðum miðum við innganginn þegar fólk kom til
fundarins, og síðar á fundinum lét hann binda fyrir augu
sér og dró síðan úr þeim númerum sem hann lét dreifa.
Síðan gaf hann skyggnilýsingu fyrir þá manneskju sem
78
MORGUNN