Morgunn - 01.06.1985, Side 83
sönnunar í þessum efnum. Þessi staðreynd gerir spíritism-
ann einstakan.
Margar heimspekikenningar, trúarbrögð og andlegir
skólar koma fram með margar staðhæfingar sem ekki er
hægt að sanna. Spíritisminn er sá eini sem býður sannanir
til stuðnings staðhæfingum sínum.
Um leið og þessi skilaboð um eilíft líf hafa verið sönnuð
og móttekin, hvað verður þá?
Um leið og þessi grundvallaratriði eru viðurkennd, opnar
maðurinn margar dyr, til fjölmargra möguleika.
Spuningar eins og: „Hvar er Guð?“ „Hvar er himna-
ríki?“ „Er endurholdgun staðreynd?" „Hvaða hluti manns-
ins lifir eftir dauðann?“ munu koma upp.
Með áframhaldandi sambandi við hærri hugi og gegnum
reynslu, getur hver og einn nálgast sannleikann og smám-
saman víkur skilningurinn fáviskunni burt.
En með þessari þekkingu fylgir mikil ábyrgð, — það að
lifa lífinu í samræmi við þessa þekkingu.
Spíritisminn hefur verið kallaður vísindi, heimspeki og
trú. Mín skoðun er að hann sé þetta allt í senn og meira
til.
Við getum þó ekki komið spíritismanum fyrir innan
einhverra þessara greina og skilgreint hann endanlega.
Því í mínum skilningi er spíritisminn rannsókn á lífinu
sjálfu. 1 upphafi hagði ég að nútíma spíritismi hafi hafist
fyrir u. þ. b. eitt hundrað og fimmtiu árum, en mig langar
þó að leggja áherslu á að spíritisminn, reynsla lifsins, byrj-
aði með fyrsta manninu má jörðunni og jafnvel fyrr.
Spíritisminn er reynsla lífsins sjálfs og þess vegna vísindi,
heimspeki og trú, og þó jafnvel meira en þetta allt til
samans. Hann er bein reynsla og skilningur alls þess sem
lifir, frá hinni smæðstu eind til stærstu stjarna og innan
þessarar reynslu og skilnings, meiri vitund um þá miklu
orku alheimsins, sem heldur öllu saman, orku sem við
köllum okkar Guð.
Spíritisminn er vísindi. Vísindi eru skilgreind sem „þekk-
Mohgtinn 81