Morgunn - 01.06.1985, Page 86
Sannanir sem fengnar eru í gegnum miðla og eru teknar
sem slíkar opna nýjar víddir fyrir hverjum manni.
Ef við getum þekkst að persónuleiki manns lifi eftir
líkamlegan dauða, þá munum við fara að spyrja margra
spurninga. Okkur myndi langa að vita af hverju við erum
hér á jörðu? Hvernig lífið væri eftir „dauðann“? Hvernig
við ættum að haga lífi okkar hér á jörðlnni í samræmi við
þessa staðreynd.
Að þessu leiti höfum við öðlast nýja lífssýn. Sjóndeildar-
hringur okkar hefur breytst, gamlar hugmyndir og gildi
breytast. Fyrir mér hefur spíritisminn mun meira gildi
heldur en siðaboðskapur eingöngu, sem fólk ætti þó að
tileinka sér.
Hinn sanni tilgangur spíritismans er að snería „sálina
hið innra“. Tilgangurinn er sá að færa mannkyninu skiln-
ing á Guði hið innra sem ytra og hvetja til sambands þessa
tveggja.
Spíritisminn er einstakur vegna þess að hann býður ein-
stakt tækifæri til sambands við kraft sálarinnar og er þess
vegna mesta heimspeki sem mannkynið þekkir.
Það er sannleikur í því, þegar spíritisminn er kallaður
trúarbrögð. Hann hefur öll forréttindi sem önnur trúar-
brögð hafa. Fólk getur gifst, skírt og jarðsungið í kirkju
spíritista eða af forstöðumanni slíkrar kirkju.1
Einnig er hægt að segja að spiritisminn sé ekki trúar-
brögð að því leiti að hann hefur alltaf og mun alltaf vera
til „því hann er hluti af lífinu."
Trúarbrögð, eru trúin eða tilbeiðslan á Guð. Spíritism-
inn, fremur en öll trúarbrögð býður ekki aðeins orð af bók-
felli, heldur innsýn í raunveruleikann.
Næmleikinn sem þroskast við íhugun eða bæn færir
okkur reynsluna. Guð er ekki hægt að sjá. Guð er ekki
heldur hægt að snerta. En Guð er hægt að finna.
1) Greinin er skrifuð út frá þeirri stöðu sem spiritisminn hefur í Eng-
landi og hvernig spiritisminn hefur þróast þar í landi. Þýð.
84
MORGUNN