Morgunn - 01.06.1985, Side 91
rænum málum, sem margt ætti heima í Morgni. Félögin
þyrftu að efla rannsóknir, svo að þau stæðu undir nafni og
þyrftu að koma upp einhvers konar rannsóknaraðstöðu. I
sambandi við starf huglækna þyrfti að útfylla spurninga-
lista og gera skýrslur um sjúkdómsástand sjúklinga og ár-
angur bæði lækna og huglækna. Þar gætu komið sterk
sönnunargögn.
Sigurjón Jónsson, S.R.F. Sauðárkróks, kvað mestan
vanda vera að geta þjónað því fólki, sem í félögunum væri.
I öllum félögunum væri þó dulrænt fólk, sem unnt ætti að
vera hægt að virkja og kvaðst þess fullviss, að þessi sam-
koma ætti eftir a ðhjálpa okkur mikið.
örn Friörilcsscm forseti S.R.F.I., kvaðst ekki telja nauð-
syn á stofnun landssambands. Hann kvað alla verða og
geta stutt útgáfu Morguns. Nú væri hafin útgáfa frétta-
bréfs, þar sem fram kæmi, hvað á döfinni væri hjá félag-
inu hverju sinni. Fræðslu- og félagsfundir væru haldnir
reglulega, og fólk utan af landi væri ávallt velkomið á þá.
Taka þyrfti saman, hverjir hefðu flutt erindi og skiptast á
upplýsingum um þá milli félaganna. Nýr þáttur í starfi
félagsins væru námskeið í hugleiðslu, sem þau örn Guð-
mundsson og Erla Stefánsdóttir hefðu haldið í Reykjavík,
á Akureyri og Egilsstöðum. Æskilegt væri að hafa sam-
starf um heimsóknir erlendra miðla. Þar væri vanda-
málið mest hjá minnstu félögunum. Gætu félögin úti á landi
fengið um þetta upplýsingar hjá félaginu í Reykjavík.
Guðmundur Kristinsson formaður S.R.F. Selfossi, minnti
á kvikmyndina ,,Að baki dyrum dauðans", sem sýnd var í
Reykjavik fyrir fáum árum við metaðsókn i 4 mánuði
samfleytt og hvort ekki væri unnt fyrir félögin að fá hana
til sýninga.
Uniræður um útgáfumál og tímaritið Morgun.
Sigurbjörn Svavarsson, ritstjóri Morguns, rakti stutt-
lega sögu tímaritsins Morguns. Það hóf göngu sína árið
Mokgunn
89