Morgunn - 01.06.1985, Qupperneq 93
landi tilnefndu menn til þes að afla efnis og stuðla að
útbreiðslu þess. Þetta væri eina tímaritið, sem við hefðum
um þessi mál.
Soffía Sigurðardót.tir, Sálarrannsóknafélagi Hafnarf jarð-
ar, lagði til, að endurprentað yrði ýmislegt gott efni eftir
frumherjana.
Guðmundur Einarsson, Sálarrannsóknafélagi Islands,
kvað efnisval Morguns hafa verið fjölbreytt fyrstu árin, og
þar væri geysimikið af góðu efni. Hann kvað áhrifaríkast
að vinna að útbreiðslu Morguns innan sálarrannsóknafélag-
anna.
Viktoría Gestsdóttir, formaður Sálarrannsóknafélags
Sauðárkróks, kvað nauðsynlegt að koma Morgni inn á
sjúkrahús og í bókasöfn.
Guðmundur Kristinsson, formaður Sálarrannsóknafélags-
ins á Selfoss,, kvað þurfa að vanda betur efnisval Morguns,
sem hefði um skeið verið nokkuð einhæft og jafnvel i’eik-
ult í stuðningi við málstaðinn. Kvað nauðsynlegt að fá
í hverju blaði gott ritstjóra-rabb, eins og lengi tíðkaðist,
þar sem di’epið væri á helstu viðburði í þessum málum
og andlegum málum þjóðarinnar yfii’leitt, þar sem haldið
væri fast á málstað sálari’annsóknamanna. Einnig þyi’fti
að vei’a í hvei’ju blaði fastur bókaþáttur, þar sem getið
væri í stuttu og skýru máli nýrra bóka um miðla, hug-
lækna og dulræn og andleg mál yfirleitt. Tímaritið ætti að
vera útbreiðsluvettvangur og málsvari sálarrannsókna-
manna og ætti að geta þess helsta, sem væri að gerast i
þessum málum hérlendis og erlendis.
MORGTJNN
91