Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Page 2

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Page 2
Margir þeir, sem sú list er lagin, gera sér leik að því, að herma eftir Jónasi Jónssyni frá Hriflu. En enginn mun gera það af slíkri list sem vinur hans, Páll ísólfsson. Páll er heldur illa ræmdur í kunningjahóp fyrir glettur sínar, því að hann er slík hermikráka, að fágætt er, og svo er hann háðfugl í þokkabót. Sú saga er sögð, að Jónas Jónsson hafi einhvern tíma hringt heim til Páls, en hann var ekki heima og kom kona hans í símann. Eftir nokkurt samtal segir hún vafningalaust. „Vertu ekki að þessu, Páll. Heldurðu að ég þekki þig ekki!“ þessi saga er ekki sönn. — En hitt er satt, að Jónas hringdi til Páls og kona hans kom í símann, en Jónas sagði þá til sín með þessum orðum: „þetta er nú Jónas Jónsson, en ekki maðurinn yðar!“ En nú fyrir skömmu gerðist þessi saga (og hún er sönn): Jónas Jónsson hringdi til Ólafs Thors einhverra erinda, en Ólafi mun ekki hafa þótt grunlaust um sam- talið, en lætur þó svo vera góða stund. En loks kveður hann þó upp úr og segir: „Segðu mér, Jónas, ert það þú sjálfur eða er ég að tala við helv.... hann Pál ís- ólfsson?" Óheppilegar geta þær stundum verið prentvillumar. Einhverju sinni, er verið var að setja dagskrá í Útv.t., var einn dagskrárliðurinn svohljóðandi í fyrstu próförk: „Kl. 20.50: Leirskáldakvöld". — Til allrar hamingju var próarkalesturinn í betra lagi í það sinnið, svo að þetta var leiðrétt. „Ljóðskáldakvöld" átti það að vera samkvæmt handriti Helga Hjörvars. Annars hefði vel getað skeð, að skáldin hefðu móðgazt. Jón Auðuns og Jón Thoroddsen buðu sig báðir fram í Hallgrímsprestakalli. í tilefni af því er haft eftir séra Bjarna: „þeir væru góðir saman. Annar vekur upp drauga, en hinn skrifar um þá“. OTVARPSTlÐINDI koma út vlkulega atS vetrinum, 28 tölubl. 16 blaösItSur hvert. 3. árgangur kostar kr. 7.50 til áskrifenda og greiöist fyrlr- fram. í lausasölu kostar heftiö 35 aura. Ritstjöri og ábyrgðarmaöur: KRISTJÁN FRIÐRIKSSON Bergstaðastr. 48. - Sími 4937 Afgr. I Austurstr. 12. - Siml 6046 íltgcfandR H/f. Hlustnndlnn. Í8afoldarprentsmiöja h/f. Unga frúin: Sigurður, Sigurður, viS er- ura ekki búin aS vera gift nema sex daga, og þú ert hættur aS elska mig. SigurSur: HvaSa vitleysa, GuSrún. Manstu ekki, aS sjálfur skaparinn hvíldist á sjöunda degi. Berta: „Hvenær ertu að hugsa um aS gifta þig, Sigga mín? Sigga: ,,Þaö verður víst aldrei, því að ég vil ekki giftast Jóni, þegar hann er fullur, og hann vill ekki giftast mér, þeg- ar hann er ófullur“. FaSirinn: Heldur vildi ég, að dóttir mín væri dauð en aS hún giftist yður. BiSillinn: Er hún líftryggð svona hátt? Málæði er lieimskra háttur. Farsæld líkamans byggist á heilbrigði, en sálar- innar á lærdómi. Thales. TAGORE: .. . Ó fegurð, finn sjálfa þig í ástinni, en ekki i spegli hégómagirndar þinnar. ... Þegar guð er dáinn, skal trúin verða ein. . .. Hvað þú ert, sérð þú ekki. Það sem þú sérð, er skuggi þinn. Jón Ásgeirsson frá þingeyrum reið burtu frá drykkjuskála. J>á varð honum að orði: Héðan glaður held ég frá húsi mammonsvina, skuldafri og skelli á skeið um veröldina. Maður reið svo hart úr hlaði, að hann steyptist fram af hestinum. Jón orti þá: Bezt er að fara stillt af stað steyptist einhver þarna. Skyldi ’ann hafa hálsbrotnað helvítið að tarna. 234 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.