Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Side 9
ínar með mörgum fögrum orðum og
kvað það einlægan ásetning sinn, að
fá hennar til eiginkonu: „Ég elska
dóttur yðar. Ég er liðsforingi í hern-
um eins og þér vitið, og foreldrar
mínir eru vel efnum búnir. Þetta er
nú sannleikurinn, herra Törvestad“.
„Jæja þá! En hafið þér sagt dótt-
ur minni frá þessum áformum yð-
ar?“
„Nei, það hef ég nú ekki gert enn
þá“, anzaði Elfring og fór töluvert
hjá sér.
„Gjörið það þá þegar í dag“.
Hvað þrösturinn heyrði og spör-
fugiarnir sáu, rétt á eftir, úti í birki-
skóginum, þar sem ungur maður og
fögur kona stóðu og héldust í hend-
ur, vitum við ekki; en stundu síðar
stóðu þau bæði frammi fyrir föður
Kristínar, og er Eifring hóf bón-
orð sitt til hennar, svaraði faðirinn:
„Ég hef spurzt fyrir hjá yfirmanni
þínum og öðrum, sem þig þekkja, og
aðeins heyrt gott af þér sagt. Þú ert
að vísu ekki eins efnaður, og
ég hefði kosið, en Kristín getur fært
í búið 20 þúsund spesíur. Ég vil því
biðja guð að blessa ykkur, og hring-
ana kaupi ég strax í dag“.
Að svo mæltu gekk bóndinn út úr
stofunni og unga fólkið á eftir.
Nú leið ekki á löngu, áður en
sænski herinn sneri aftur heimleiðis,
eftir að sambandið milli bræðraþjóo-
anna var komið á.
Daginn fyrir brottför hersins kom
Elfring til bóndagarðsins, til þess að
kveðja, og er hann hafði kvatt Jakob
bónda, fylgdi Kristín unnusta sínum
nokkuð á leið.
En er skilnaðarstundin var komin,
mælti hún við unnusta sinn:
„Ég ætla að segja þér nokkuð, Carl
Elfring. Móðir mín, sem nú er látin,
var frá bæ einum, sem liggur langt
fyrir norðan Þrándheim, og hafði
hún af forfeðrum sínum numið í-
þrótt eina, sem hún kenndi mér, áður
cn hún lézt. — Minnstu þess, að ef
þú gleymir mér, þá skaltu, áður en
þú fáir faðmað að þér konu þá, er
þú hyggst að ganga að eiga, sjá mig
— og deyja svo —. Og vertu nú sæll“.
Með þessum orðum vafði hin fagra
kona unnusta sinn að sér, og hélt
síðan heimleiðis.
Tíminn líður! Tvö ár eru nú liðin,
síðan atburðir þeir gerðust, er að of-
an er frá skýrt, og víkur nú sögunni
til Svíþjóðar.
Þar liggur barónseign ein fögur
milli borganna Kalmar og Karls-
króna, og voru þar allir gluggar dýrð-
lega uppljómaðir, er hér var komið
sögunni.
Eignin náði til sævar, og skarst
fögur vík úr Eystrasalti rétt upp að
stéttinni, er lá þar fram með aðal-
byggingunni. Hafði þar í víkinni
verið kveikt á tjöruköggum í hátíða-
skyni, svo að af stóð bál mikið, og
sló ljósbjarmanum og blossunum út
á víkina.
Það var því auðséð, að hér stóð eitt-
hvað mikið til, eða var það hvorki
meira né minna en brúðkaupsveizla,
sem fram átti að fara.
Carl Elfring kapteinn var sem sé
í dag að ganga að eiga dóttur S....
baróns, sem var vellauðugur maður.
Aðalsalur hússins, Iivítisalurinn
svonefndi, var alskreyttur fegurstu
blómum og limi.
Fram af salnum var stofa ein, og
vængjahurð á milli, og sams konar
dyr lágu úr salnum út á veggsvalir
einar, og var þaðan hið fegursta út-
sýni yfir hafið og víkina.
1 stofunni, beint á móti vængja-
hurðinni, var stór spegill, og rétt
fyrir framan hann var vatnsdæld,
sem öðusklel í lögun, full af tæru
vatni, og syntu í því nokkrir gull-
ÚTVARPSTÍÐINDI
241