Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Qupperneq 14

Útvarpstíðindi - 03.02.1941, Qupperneq 14
Kartöflumygla neðan á blaði. BÆND AVIKAN: Um jurtasjúkdóma. Á útvarpsviku Búnaðarfélagsins flytur Ingólfur Davíðsson magister erindi um jurtasjúkdóma. Einkum mun hann ræða um þá kvilla, sem mest gerðu vart við sig í nytjajurt- um s. 1. sumar. Meðal þeirra má t. d. telja hina algengu kartöflusjúkdóma, myglu, stöngulsýki og kláða. 1 rófum og káli er það einkum kál- Kartöflubjalla, lirfa og púpa, stækkuð um helming. maðkurinn, sem gert hefur skaða (sbr. myndir). Nú segir I. D., að fram sé komin ný lækningaraðferð til að verjast þessum kvilla, og mun hún ferða reynd hér á landi í fyrsta skipti í sumar. Kornræktin íslenzka hefur lítið orðið fyrir barðinu á jurtasjúkdóm- um. Helzt má þar nefna dílaveiki, (sbr. mynd), sem stafar af skorti á mangan og má því auðveldlega lækna með því að bæta úr þeim efna- skorti. Ingólfur segir, að nú sé mjög al- varleg hætta á ferðnni um að ýmsir jurtasjúkdómar berist til lands- ins með varningi, sem hið erlenda setulið flytur með sér. Sérstaklega varar hann menn við grænmetis- varningi og ýmsu rusli. Kálmaðkar í kálrótum. 246 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.