Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Page 13

Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Page 13
Færeyskt skáld Heðin Brú. Árið 1930 kom nýr rithöfíindur fram á sjónarsviðið í Færeyjum. Hann nefndist Heðin Brú og bók hans var skáldsaga og nefndist Lognbrá (hill- ing). Vakti hún talsverða athygli, bæði vegna þess, að þá var mjög fátt til fær- eyskra skáldsagna (ekkert, sem að kvað, nema Bábelstornið eftir Regin í Líð), og svo var sagan mjög vel skrif- uð, mál og stíll svo, að af bar. 1936 kom út framhald af Lognbrá: Fasta- töbur. Sú saga gerist að nokkru leyti á skútu við ísland. Fjallasltuggin, smá- sagnasafn kom út 1938, og loks Feðg- ar á jerð 1940. Sú saga lýsir viðhorfi gamallar og ungrar kynslóðar á stór- breytingatímum síðustu ára, hvorrar til annarrar, og er bæði persónum og þjóðlífi mjög vel lýst. — Innan skamms er von á nýju smásagnasafni frá Heðin Brú. Höfundur þessi stendur í fremstu röð þeirra, er rita íæreyskt mál, bæði um frumleik og skáldlega andagift, og svo um stíl og meðferð málsins. Færeyska hans er fagurt og þróttmikið mál, svo að vandgert er að neita því um virð- ingarsess við hlið íslenzkunnar. Heðin Brú er dulnefni. Maðurinn heitir Hans Jacob Jacobsen, er bú- fræðikandídat að menntun og er nú búnaðarmálastjóri Færeyja. Er það annamikið starf og veitir lítið tóm til ritstarfa. Hlýtur það að teljast skaði færeyskum bókmenntum. Hans Jacob er fertugur að aldri. — Tvær fyrstu bækur hans hafa komið út í þýðingum á sænsku og dönsku, en Feðgar á ferð eru nú að koma út í íslenzkri þýðingu eftir Aðalstein Sigmundsson. Hann les upp kafla úr sögunni á næstunni. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður. Hann talar um daginn og veginn 22. desember næstkomandi. ÚTVARPSTÍDINDl 125

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.