Útvarpstíðindi - 12.12.1941, Qupperneq 22
Útvarpið á bænum
Gamanleikur.
Gamanþátturinn ..Útvarp á bæn-
um“ var leikinn í útvarpinu fyrir
nokkrum árum og þótti mörgum hann
skemmtilegur og fjörugur. Hefur út-
varpsráð því ákveðið, að þátturinn
verði leikinn að nýju 20. des. Birtist
hann þá í endurskoðaðri útgáfu, því
að ýmislegt var orðið úrelt í upphaflegri
gerð hans.
Persónur leiksins eru fjórar.' Eru það
bóndi og kona hans, dóttir þeirra og
vinnumaður. Þau eru öll mjög hrifin af
útvarpinu og gera sér mjög tíðrætt um
dagskrá þess og það fólk, sem oftast
kemur fram þar. Hafa þau þó misjafn-
lega mikið dálæti á starfsfólki útvarps-
ins, eins og gerist og gengur og gera sér
misjafnar hugmyndir um þá. Hefur
heimasætan t. d. sérstakt dálæti á
þulnum og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, hús-
freyja á prestunum, sem oftast prédika
í útvarpið o. s. frv. Inn í leikinn eru
ofnir söngvar og gamanvísur og verður
nokkrum nýjum vísum bætt inn í þessa
nýju útgáfu.
I.
(Lag: Komdu og akoðaðu i ki*tuna mína)
það baetir oft skapið, er berst hún til okkar,
blíðlega röddin hans Vilhjálms míns Þ.
Þegar útvarpsins ró spilla óperuflokkar
og allskonar glymskrattar þeyta sitt horn,
Tra -ra la- la- la-.
Því hóglegt er, Vilhjálmur, val þinna orða,
hún virðist jafn ánœgð þín heimspekingssál,
sem þú alltaf sért nýlega búinn að borða
brennheitan graut upp úr sex marka skál.
Tra- ra- la- la- la-.
Þótt fleiri þú vinnir oft verk en þín eigin,
jafn vandræðalaus er þín framkoma öll,
þér tekst jafnvel dável með daginn og veginn
er dóninn hann Jón hefur strokið á fjöll.
Tra- ra- la- la- la- la-.
Og skrafaðu alltaf ,,í guðs friði“ góði,
um gamalt og nýtt og um bækur og menn,
ég sit hér og hlusta eftir sérhverju hljóði,
er sendirðu frá þér, — ég þoli þig enn.
Tra- ra- la- la- la-.
II.
Stóð ég úti á Austurvelli,
hæ, faddirí, faddíra-la-la-la
við bílamjálm og mótorskelli,
hæ, faddirí, faddíra-la-la-la,
ég horfði á frægan forsetann,
fellur á skallann s^ansgrænan.
hæ, faddirí, faldira-la-la-la,
Hæ, faddirí, faddira-la-la-la,
Uti hjá grænum Austurvelli,
hæ, faddirí, etc.
gnæfa hallir grænar af elli
hæ, faddirí, etc.
Og aðrar nýjar eru þar
útvarpssætur Jónasar
hæ, faddirí, etc.
Sá ég þar um völlinn vaga.
hæ, faddirí, etc.
með svartan hatt og hvítan kraga
hæ, faddirí, etc.
Vilhjálm góða Gíslason
með gamlan, þykkan lexikon
hæ, faddirí, etc.
Jón Eyþórs gekk þar um grænan bala
hæ, faddirí, etc.
sá ber nú ei lengur bratt sinn hala
hæ, faddirí, etc.
Hættur að stjórna storminum
og stopp í degi og veginum,
hæ, faddirí, etc.
134
ÚTVARPSTÍÐINDl