Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Qupperneq 2
^Vísna- SAMKEPPNIN
Vor.
Hækkar sunna himni á.
Heyrast kunnir ómar.
Grðs og runnar grósku fá.
Gjálpur Unnar hljómar
Sumarsólhvó'rf.
Litauðg nótt um laut og hól
longum ormum vefur.
Eygló smáir Ægis-ból
Aldan bláa sefur.
Harðindi,
Is og snjór og kólga köld,
Kreppast skór um fætur.
Héla á ljóra hefur völd.
Horfinn sjórinn mætur.
Illviðri.
Hrímgrá þoka hylur fjall
Hafið andar kaldan.
Regnið fossar stall af stall
Stynur þungan aldan
G. B. Á.
Sumamótt.
Sumamóttin björt og blíð,
býður dlrótt að skoða;
landið hljótt og höfin víð
hjúpuð ótturoða.
Styrjaldarvísa.
Vonir litlar virðast á
að viðnám Rússa dvíni,
ÚTVARPSTÍÐINDI
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör.
Afgreiðslan
er flutt í hús Garðars Gíslasonar,
Hverfisgötu 4, þar sem Víkingsprent
var áður.
Það mun Hitler síðar sjá,
og • signor Mússolini.
Um veikan mann.
Hvort hann tórir, ekki á
ætla ég að gizka.
Útlitið var a. m. k.
ekki á marga fiska.
Þingvísa.
Samstarfið var alveg ágætt,
andi ríkti bræðralags,
Þetta er annars frekar fágaatt
fyrirbrigði nú til dags.
Um fisksala (sem var vel hagmæltur),
Kóðin fljóðum selur sá,
sjóðinn gróða eykur.
Ljóðin góðu elur, á
óðar slóðum leikur.
Jölcull Pétursson Rvík.
Staka
Slæm var tíð og ókyrr alda,
oftast hríð og snjór í kné,
logn og blíðu Lónið kalda
lét um síðir þér í té.
J. H. G. Rvik.
fícmiíbfatahrcinsttfl ojlitwM ‘
iuiuq 14 jðuu, 1300 Jtijltjwili.
190
ÚTVARPSTÍÐIHDI