Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Qupperneq 16

Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Qupperneq 16
Bókin Vinsældir og áhrif eftir Dale Carnegie er amerísk metsölubók. Er það óneitanlega fróðlegt að kynnast þeim bókmenntum, er slíkan titil geta hlotið. Eftir því sem Útvarpstíð- indum er tjáð, hefur sala bókarinnar hér verið örari og meiri en dæmi eru til áður með nokkra bók. Upplagið kvað vera á þrotum. Lesið verður upp úr bókinni í út- varpið laugardagskvöldið 20. marz. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir: Þessi bók er um hagnýta list lífernisins. Hún er um það, hvernig menn geta lifað lífinu sér og öðrum til ánægju, hvernig menn geta beizlað orku ævi sinnar og hagnýtt hana sjálfum sér til sálubótar og til samlífsbóta á heimilum, 1 atvinnulífi og félagslífi. Þetta er, segir höfundurinn, bók um nýtt líferni. Þetta er bók um hispurs- lausa og glaða trú á lífið og gildi mannsins. Bókin er skrifuð blátt á- fram og víða fjörlega um daglegt líf starfandi manna. Ýmislegt í bókinni eru máske almenn sannindi, en þrátt fyrir það eða þá einmitt vegna þess, hefur hún öðlazt miklar vinsældir í heimalandi höfundar og víðar um lönd, því að svo er sagt, að hún hafi selzt meira en nokkur önnur sam- tímabók, sem ekki er skáldsaga. Eg vona, að þessi bók geti orðið íslenzkum lesendum til hvatningar og skemmtunar, ekki sízt ungu fólki, því að oft er þörf en nú er nauðsyn á hispurslausri og hreinni, lipurri en þróttmikilli kynslóð, sem veit hvað hún vill og kann og þorir að beita þekkingu sinni og manndáð í þjón- ustu nýs lífs og nýrrar menningar. Frú Theresía Guðmundsson flytur erindi þann 16. marz, er hún nefnix „Skýin“. Frú Theresía er starfsmaður Veðurstofunnar og veðurfræðingur að menntun. 204 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.