Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 11
Kling«klang
kvinfeftínn
Kling-klang-kvintettinn er einn af
hinum góðu gestum útvarpsins og
nýtur æ meiri vinsælda því oftar, sem
hann kemur. Hinir kátu félagar eru
fjórir ungir Reykvíkingar og einn
Vestmanneyingur. Hafa ungar stúlk-
ur víðs vegar um landið beðið þess
með óþreyju að mynd af þeim birtist
í Útvarpstíðindum.
Hinn 24. þ. m. fáum við að heyra
þá syngja gamansöngva sína með
gítarundirleik Ólafs Beinteinssonar.
Þeir heita (taldir í þeirri röð, sem
þeir eru í á myndinni):
Talið frá vinstri:
Guðmundur Sigurðsson, I. tenór.
Björgúlfur Baldvinsson, II. tenór.
Ólafur Beinteinsson, II. bassi.
Jón Guðbjartsson, I. bassi.
Gísli Pálsson, kontrabassi.
Kvintettinn var stofnaður sumarið
1937, en söngstarfsemi þeirra félaga
hefur stundum fallið niður á þessu
tímabili, og ekki er kvintettinn að
öllu leyti skipaður sömu mönnum og
í upphafi. Þeir hafa sungið nokkrum
sinnum í útvarpið, en aðallega á
skemmtunum 1 Reykjavík og einka-
samkvæmum og eru mjög eftirsóttir.
Þeir hafa og sungið í Hafnarfirði,
Keflavík, Garði, á Eyrarbakka og
Akranesi.
Markmið þeirra er fyrst og fremst
að koma áheyrendum sínum í gott
skap, lögin eru fjörmikil og söngtext-
arnir sniðnir fyrir ,,augnablikið“ en
ekki eilífðina.
Danslag kvöldsins 14. marz.
Kenndu mér að kyssa...
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvemig á að faðma nett,
Hvernig á að brosa blítt
og „blikka” undur þýtt.
Ég sem er svo unguir enn,
af ástarþránni kvelst og brenn.
Tældfærin fæ ég ei,
flestar segja nei.
Og vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Ini sérð, að gjörvöll gæfa mín.
er geynid í heiuli þér.
Kenndu mér að kyssa rétt
og hvcrnig á að faðma nett
I>ú færð í laun, minn ástaryl,
■— allt sem ég á til. Náttfari.
ÚTVARPSTÍÐINDI
199