Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 8
ur: „Honum er oní lest“.“ — Einhver
hlustandi minn hugsar nú kannski
að þetta sé aðeins óvandað talmál,
en ekki notað í ritmáli. En því er
verr, að bæði þágufallssýki og hins/
að hætt er að greina á milli hreyfing-
ar og kyrrstöðu, gætir nú mjög í rit-
máli voru. — .
í skáldsögu einni stendur t. d.:
„Þar lá dauð kind ofan í mógröf11.
Menn tala um að vera ofan í bæ,
vera ofan í fjöru o. s. frv., í stað þess
að segja ber að vera niðri í bæ, vera
niðri í fjöru.
Hins vegar er rétt að segja: Eg
ætla ofan í bæ, ég ætla ofan í fjöru.
— Nokkur dæmi hnignandi ritmáls
skulu enn nefnd. —
Úr blaðagrein: „Mönnum fannst í
svip, að þetta kynni að stafa af fljót-
ræði eða óstjórnlegum hernaðaræsing.
En hér getur annað legið undir. Að
þeir hafj ætlað o. s. frv.“i. Hér er
talað um óstjórnlegan hernaðaræsing,
— orðið er haft í karlkyni. — Er þetta
mjög algengt. Er t. d. sagt, að mikill
æsingur hafi verið í mönnum.
Fyrir nokkrum árum var orðið æs-
ing ávallt kvenkynsorð, hún æsingin,
þær æsingarnar.
Mér finnst mjög ljótt að segja hann
æsingurinn. Þá ætti og að segja: þeir
æsingarnir. í sögu einni þýddri er
orðið æsing notað sem karlkynsorð í
fyrri hluta sögunnar, en kvenkynsorð
í síðari hlutanum. Síðari setning
blaðsins var: „En hér getur annað leg-
ið undir“.
Þetta á víst að þýða: En hér getur
annað búið undir. — Það er íslenzka
1 þessu sambandi, en hitt ekki.
Úr þýddri bók: „Venjulega rífa
Hitler sjálfur eða Franz á hverjum
morgni blöðin, sem hafa verið notuð
af“. —
Þýðandinn virðist hafa 'gleymt að
hugsa á íslenzku. —
Notkun alls konar aukaorða fer
mjög í vöxt. Er slíkt til stórlýta.
Nokkur dæmi þess skulu nefnd. Úr
blaðagrein: „ Fyrir viku síðan réðist
hermaður á stúlku“. — Orðinu „síð-
an“ er ofaukið. — Réðist er rangt
mál. Sögnin er sterk, ráða — réð —
réðum — ráðið. Málsgreinin á að vera
þannig: Fyrir viku réðst hermaður o.
s. frv. — Rétt er og sjálfsagt að sporna
á móti því, að sterkar sagnir verði
veikar. Því ber að segja: Hún réð sig
í vist; (ekki réði); hann réðst á skip-
ið (ekki réðist). Varast skyldu allir
að bæta orðinu „síðan“ fyrir aftan
orðasamböndin: fyrir löngu, fyrir
nokkru o. s. frv. — Slíkt er óþarft og
ljótt. Minnir um of á dönskuna, sbr.:
For længe siden. —
Því ber að segja og rita: Fyrir ári,
fyrir viku, fyrir fáeinum dögum o.
s. frv. Ekki fyrir löngu síðan, eins og
nú er því miður algengast (sbr. gát-
una: Það var fyrir fisk, að þessi
garður var ull. — Illa mundi hún
þola orðið síðan til viðbótar).
Mjög oft eru aukaorð notuð með
tilvísunarfornafninu sem, ýmist fyr-
ir aftan eða framan. Eru það mikil
mállýti. Dæmi: 1) Eg beið lengi eft-
ir skipi, sem aldrei kom, en (sem)
hafði þó lofað að koma. — Sem í síð-
ari setningunni ofaukið. — 2) Hann
kvaðst bíða eftir skipi, er kæmi til
að sækja hann, og (sem) myndi flytja
hann til útlanda.. — Sem ofaukið,
þurfi orð í stað sem, fer betur á að
setja orðið það — og myndi það flytja
hann o. s. frv. 3) Þetta er maðurinn,
196
ÚTVARPSTÍÐINDI