Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 10
%
Lög o$ léft
hjal
Jón Þórarinsson
Þeir Pétur Pétursson og Jón Þórar-
insson hafa komið fram með nýjan
dagskrárlið, sem þeir nefna „Lög og
létt hjal“. Er gert ráð fyrir að þessi
þáttur verði í dagskránni aðra hvora
viku fyrst um sinn. Þátturinn hefur
vakið talsverða athygli útvarpshlust-
enda, enda er hér um nýbreytni að
ræða, sem ætla má að verði vinsæl,
ef vel tekst.
Tilgangur þeirra, Jóns og Péturs,
með þessum nýja dagskrárlið er sá,
að kynna útvarpshlustendum ýmis-
konar tónlist með nokkuð öðrum
hætti og öðrum umbúðum, ef svo
mætti að orði komast, en áður hefur
tíðkazt í útvarpinu. Vilja þeir reyna
að gera hlustendum þau tónverk,
sem leikin eru, minnisstæðari en ella
mundi verða, með því að ræða um
þau, höfunda þeirra og flytjendur á
léttan og alþýðlegan hátt, en þó
þannig, að þeir sem lítið þekkja til
tónlistar, geti haft nokkurt gagn af
samtalinu. Er samtal þeirra líkast
því, sem tveir áhugamenn um tón-
list sætu í kyrrþey heima hjá sér
með grammófóninn á milli sín, léku
Pétur Pétursson
lög af handahófi og spjölluðu um
þau fram og aftur á milli.
Ætlunin er, að síðar taki fleiri þátt
í þessum samræðum, þar á meðal ef
til vill sérfróðir menn um tónlist.
Útvarp fyrir setuliðið.
Nýlega var gerður samningur milli
Ríkisútvarpsins og upplýsingaskrif-
stofu Bandaríkjastjórnar hér á landi
um útvarpstíma fyrir fræðslu- og
skemmtiskrá fyrir ameríska herinn á
íslandi. Er ætlazt til þess, að herinn
noti útvarpið á þeim tíma, sem ekki
kemur í bága við dagskrárstarfsemi
íslenzka útvarpsins. Svo sem kunnugt
er, hafa Bretar haft afnot útvarps-
ins undanfarið klukkutíma á dag.
Ilaust.
Tindar fjalla horfa hátt
huldir mjallar skýlu.
Grösin fallin, liggja lágt;
lögð í vallar-lrvílu.
Vetrarsólhvó'rf.
Felur sólu foldarbrún
frekt er Njólu-valdið.
Hríðin gólar. Hús og tún,
hjúpar Kólgu-tjaldið G. B. Á
198
ÚTVARPSTÍÐINDI