Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Qupperneq 15

Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Qupperneq 15
CLAYTON CHENEY: ÞEGAR LÍF LIGGUR VIÐ Amerískur einþáttungur, 5 persónur. R. Jóh. þýddi. Leikurinn gerist í amerískum smá- bæ. Aðalpersónurnar eru Reed lækn- ir og ungfrú Adams, hjúkrunarkona, sem er honum til aðstoðar í læknis- starfi hans. Reed er roskinn maður og mjög farinn að heilsu. Hann hefur jafnan verið önnum hlaðinn, en um mörg ár alið þá háleitu von í brjósti að fá aðstöðu til að flytjast til hinnar sól- ríku Kaliforníu, og setja þar á stofn sjálfstæða rannsóknarstofu, því að hann er vísindamaður í eðli sínu. En lífið hefur leikið hann grátt að ýmsu leyti, hann er viðkvæmur mað- ur og brjóstgóður og vill allt gera fyrir sjúklinga sína. Hann hefur ver- ið linur í skuldheimtu og látið sinn hag og sín þægindi sitja á hakanum. Leikurinn gerist í lækningastofu Reeds að kvöldi til. Úti er hríðarveð- ur og Reed er sjúkur og vanheill. heild. Hann gerir veður út af auka- atriðum, en gengur á snið við aðal- atriðin. Þetta eru þær kröfur, sem formaður útvarpsráðs gerir um heið- arleika í málflutningi og blaða- mennsku. Hann þarf nauðsynlega að taka sér hvíld, en hann vill ekki víkja um hársbreidd af hólmi skyldunnar. Með kaldan sóttsvita á enni gegnir hann hverju erfiða verkinu á fætur öðru. Ungfrú Adams, sem er hans heilladís og tryggðatröll, reynir að fá lækninn til að hvíla sig, en skyldutilfinning hans verður alltaf yfirsterkari. Ung- frú Adams hefur unnað honum hug- ástum um tuttugu ára skeið og fórn- að öllu fyrir hann og sameiginlega framtíðarhugsjón þeirra: rannsóknar- stofuna í Kaliforníu. Síðasta verk læknisins þetta kvöld er erfið læknisvitjun. Hann veit, að líf hans er í hættu, ef hann leggur á sig meiri . áreynslu og fer út í hríð og ó- færð, en hann veit líka, að líf sjúkl- ingsins liggur við. Reed læknir er fulltrúi skyldurækn innar, ábyrgðartilfinningarinnar og manngæzkunnar. Andstaða hans er ungur stéttarbróðir hans, sem kemur snöggvast í lækningastofuna. Aðrar persónur eru: ungur atvinnu leysingi, sem er á flakki og hefur orð- ið fyrir slysi, og Jörgensen, norskur maður, fátækur, sem kemur að vitja læknisins í brýnni nauðsyn. Láfid mig pressa fatnað yðar Tek einnig í kemiska hreinsun. Fatapressun P. W. Biering Traðarkotssund 3. Sími 5284. ÚTV ARPSTÍÐINDI 203

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.