Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Side 4
það var okkur Ólafi stundum vand-
ráðið úrlausnarefni, hvert við áttum
að fara til að fá kvöldkaffið og spjalla
við listunnandi og skilningsgott fólk.
— Nei, annars, við Ólafur erum ekki
enn komnir á þann aldur, að við get-
um farið að líta til baka. En hvað sem
þessu líður erum við Ólafur álveg
'hættir að „fara í hús“, þykjumst jafn-
vel svo önnum kafnir, að við höfum
ekki tíma til þess. Ég stend í þessu
blaðastússi og Ólafur situr daginn út
og daginn inn Við' að lesa prófarkir,
og sá er nú pössunarsamur með set-
ur og kommur, enda stendur nú skráð
í formálsorðum merkisrita, að hann
hafi lesið prófarkir ásamt höfundi,
sem „kann honum beztu þakkir fyr-
ir“.
Nú er Ólafur kominn í dagskrá út-
varpsins, les upp nýja smásögu.
Eg bregð mér því á fund hans og
segi, að ég sé í vandræðum með efni
í blaðið (sem er náttúrlega ekki satt,
en ég held, að Ólafur sé orðinn hálf-
hvekktur á því, að minnzt sé á hann
í blöðum, því árum saman hefur varla
nokkur talað vel um hann á prenti,
nema Helgafellsmenn).
Og hann er tregur til og „má eig-
inlega ekki vera að þessu núna“, en
linast svo, eins og vénja er undir
svona kringumstæðum.
— Jæja, skrifaðu þá, að um sextán
mánaða skeið hafi ég verið að fást við
skáldsögu í hjáverkum mínum. Það
verður löng saga og e. t. v. lengri
skáldsaga en ég hef efni á að skrifa.
Eg geri ráð fyrir, að Ragnar í Smára
auglýsi fyrsta bindi hennar á næsta
hausti, ef hann verður jafn bjartsýnn
og að vanda.
— En finnst þér það vera van-
þakklátt starf að fást við ritstörf og
bókagerð?
— 1940 kom út bók eftir frægasta
skáldsagnahöfund íslendinga. Bók
þessi hefði hvarvetna annars staðar
en á íslandi vakið hina mestu hrifn-
ingu. Hinsvegar urðu flestir reiðir
hér á landi, þegar hún kom út. Þetta
fannst mér athyglisvert. Eg gaf út
lélega bók, til að reyna að geðjast
fólki. En viti menn: Flestir urðu reið-
ir, þegar þessi lélega bók kom út og
ég varð að flýja úr bænum. Síðan hef
ég haft þá skoðun, að bezt muni fara
á því, að fara .sínar eigin götur, án
þess að taka tillit til þess, sem aðrir
segja.
—En ritdómararnir maður? Ef þú
hefðir farið eftir öllum góðum leið-
beiningum?
— Hefði ég átt að taka það allt-
saman til greina, þá hefði ég gengið
út og hengt mig og skrifað svo um
reynslu mína*í Helgafell. En þar sem
ég hef aldrei kunnað að taka góðum
leiðbeiningum, hengi ég mig ekki og
held áfram að skrifa eins og ekkert
hafi í skorizt.
— Það er nú svo — Ólafur minn.
Og nú skal ég sleppa þér eftir eina
spurriingu í viðbót: Hvað segirðu um
það, að vinna fyrir sínu brauði og
vera köllun sinni trúr?
— Það er ekki hægt fyrir ísl. rit-
höfund. Hann hlýtur alltaf að svíkja
brauðið og köllunina líka.------
Og svo fór Ólafur að tala um „lax-
inn stóra í Soginu og urriðann mikla
í Þingvallavatni, sem enginn hefur
fiskað til þessa dags“, en við eyðum
ekki prentsvertu í svoleiðis raus.
J. ú. V.
192
ÚTVARPSTÍÐINDI