Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 7
FRIÐRIK HJARTAR:
Tungan á
tfafíugustu ðld
Framhald.
----Úr blaðagrein: ... „og þegar
ég las greinargerð borgarstjórans í
Reykjavík um ráðstafanir viðvíkjandi
loftárásum í Morgunblaðinu, hef ég
sannfærzt um, að svo er“ ... Eins og
allir munu sjá, er orðaröðin röng.
Mætti ætla, að greinarhöfundur sé að
ræða um ráðstafanir viðvíkjandi loft-
árásum í Morgunblaðinu, en á auðvit-
að við, að hann hafi lesið í Morgun-
blaðinu greinargerð borgarstjórans í
Reykjavík um ráðstafanir viðvíkjandi *
loftárásum. — Enn úr blaðagrein:
„Minnist þess, sjálfstæðismenn, að
kommúnistinn í öðru sæti Hristings-
listans verður maðurinn, sem situr
bæjarstjórnarfundi, ef C-listinn fær
einn mann kosinn vegna sjómennsku
Haraldar Guðmundssonar!“ — Hér
er eftirsetningin á röngum stað. Skilji
ég greinarhöfund rétt, mætti máls-
greinin vera á þessa leið: Minnist
þess, sjálfstæðismenn, að vegna sjó-
mennsku Haralds Guðmundssonar,
verður kommúnistinn 1 öðru sæti
Hristingslistans maðurinn, sem situr
bæjarstjórnarfundi, ef C-listin fær
einn mann kosinn. — Úr þýddri bók:
„Hann fékk þessa stöðu vegna þess,
að hann er mesti snillingur í að mat-
reiða jurtafæðu, sem nú er uppi í
Evrópu“.
Eftirsetningin kemur of seint.
Minnir þessi málsgrein á auglýsing-
una frægu: „Kýr fæst hjá undirrit-
aðri, sem er snemmbær". —
Annars vitna margar auglýsingar
mjög um málhnignun. Skulu hér
nefndar fáeinar: „Kvikmyndasýning
sú, sem fara átti fram í háskólanum
í kvöld er frestað11. — Á auðvitað að
vera: Kvikmyndasýningu þeirri, sem
fara átti fram o. s. frv..
Augl. „Buddur fyrir konur, úr sel-
skinni með rennilás eru til sölu“...
Augl. Háskólafyrirlestur: „Prófess-
or dr. phil. Alexander Jóhannesson
flytur fyrirlestur með skuggamynd-
um um: „Hvernig lærði frummaður-
inn að tala?“ kl. 2 á sunnudag í há-
tíðasal háskólans. Öllum heimill að-
4gangur“. — Þegar ég las þessa aug-
lýsingu, datt mér þetta vers 1 hug:
„Greinir Jesús um græna tréð, getur
hins visna einnig með“. — Vandi lærð
ustu menn vorir ekki orðalag sitt
betur en hér er gert, þá er ekki
hægt að heimta mikið af þeim, sem
lítt eru lærðir eða ekki. —
Enn skulu talin nokkur dæmi
hnignandi málfars: — Úr þýddri bók:
„Mér tekur sárt til.... Willa litla“.
— Á auðvitað að vera: Mig tekur sárt
til o. s. frv. — Skipstjóri einn, er ég
þekki, vestfirzkrar ættar, vék sér að
mér í fyrrasumar og kvaðst undrast,
hve illt væri málfar sumra ungra
Reykvíkinga, er hann hefði kynnzt.
,,Eg spurði“, sagði hann, „einu sinni
unglingspilt úr Reykjavík eftir einum
hásetanum, hvar hann mundi vera.
Pilturinn svaraði: „Honum er oní
lest“.“ Og skipstjórinn bætti við:
„Þegar við segjum: „Hann er niðri, í
lest“, þá segir þessi ungi Reykvíking-
ÚTVARPSTÍÐINDI
195