Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 18
Orðsendíng frá
afgreíðslunní
Vegna vandkvæða á því að fá mann
til innheimtu, eru Reykvikingar vin-
samlega beðnir að líta inn í afgreiðsl-
una við Hverfisgotu 4, ef þeir eiga leið
um, og verði reikningur sendur, að
greiða, ef tök eru á, þegar hann er
sýndur í fyrsta sinn.
Eins og áður er auglýst, er ekki
hægt að senda þeim blaðið, er búa
í nágrenni bæjarins og úthverfum.
nema þeir komi sjálfir og greiði það,
Einstakir kaupendur úti á landi!
Þeim, sem ekki hafa greitt blaðið.
verður nú send póstkrafa og heitum
við á alla að bregðast skjótt við og
greiða það.
Útvarpstíðindi þurfa ekki svo mjög
að kvarta yfir vanskilum kaupenda
sinna, en það hefur mjög brunnið við
að greiðsla bærist seint. Verð blaðs-
ins er hinsvegar miðað við fyrirfram-
greiðslu og rekstursfé þess er áskrifta-
gjöldin, og nú er engum lánað neitt,
Jafnframt þessari áminningu viljum
við færa þeim þakkir, er þegar hafa
greitt.
Áskrifendum fjölgar stöðugt, en varla
kemur fyrir að nokkur segi blaðinu
upp, en árlega heltast nokkrir tugir
manna úr lestinni fyrir vanskil. Við
treystum því í lengstu lög, að þessir
menn greiði, þó seint sé. Þegar við
svo loks hættum að senda þeim blaðið.
er skuldin stundum orðin há. Þessir
áskrifendur bregðast trausti og skjóta
sér undan því að taka þátt í útgáfu-
kostnaði blaðsins og er það ekki heið-
arlegt, nú er allt svo dýrt að beinn
kostnaður við útsendingu blaðsins til
hvers einstaklings — þó ekkert ann-
að sé talið — mun nú vera um tvær
krónur.
Upplag blaðsins er nú 5000 og verði
þess stillt svo í hóf að fá dæmi munu
vera í samanburði við dýrtíðina. Þetta
er í trausti þess að áskrifendum fjölgi
ört og að blaðið sé greitt, vel og fljótt.
Þessu treystum við enn, enda höfum
við ekki ástæðu til annars.
sirjálbýlinu, aið láta það vita um það
fyrirfram.
Job.
Kvöldvökurnar
Job minnist á kvöldvökumar í vetur
og segir, að flestum hafi þótt þær
þurrar og leiðinlegar. Fleiri raddir hafa
borizt í svipuðum tóni. Fólk hefur
ekki hlakkað til þessa dagskrárliðs nú.
eins og oft áður. En með síðustu kvöld-
vöku brá við, þegar þeir Einar Öl,
Sveinsson, Pálmi Hannesson óg Ragnar
Jóhannesson lögðu saman og tóku
þjóðkvæðin og þjóðleg fræði. Ljúka all-
ir hlustendur upp einum munni um
&■* kvöldvaka þessi hafi verið með á-
gætum, bæði hvað snertir éfni og fram-
setningu, Er það sérstaklega athyglis-
vert, að vinnubrögðin voru vel sam-
ræmd. Þessi kvöldvaka var einhver
bezta vakningar- og ánægjustund, sem
útvarpið hefur gefið hlusitendum sín-
um í vetur. f sambandi við kvöldvöku
þessa vill blaðið segja við háttvirt út-
varpsráð: Samræmið vinnubrögðin, efni
og starfskrafta, látið ekkert af handa-
hófi í dagskrána.
Kitstj.
206
TJTVARPSTÍÐINDI