Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 13
einstaka sinnum leikið á orgel í út- varpið og ætti því ekki að vera alls ókurnur hlustendum sem organleikari. Tveir menn eru ekki nefndir meðal organleikara,, sem ástæða var til að ætla, að fengju atkvæði, en þeir eru Jakob Tryggvason organisti við Akur- eyrarkirkju og Jón Isleifsson organ- isti í Nessókn í Reykjavík. Báðir þess- ir menn hafa komið fram í útvarpinu. Dr. Urbantschitsch hlaut 2 atkvæði sem fiðluleikari; en aldrei mun hann hafa leikið opinberlega á fiðlu, a. m, k. ekki hér á landi. Bjöm Ólafsson hlaut flest atkvæði meðal fiðluleikara, en þó aðeins 6 atkvæðum meira en sá er næstur honum var (Þórarinn Guðs- mundsson), Ætla mátti að Björn fengi langflest atkvæði. Árni Kristjánsson fékk að vonum flest atkvæði meðal píanóleikara (116). Við hlið hans mátti vænta að sjá nafn dr. Urbantschitschs, en hann er þá ekki hærra reiknaður en svo, að hann hlaut aðeins 4 atkvæði, og má það kallast furðulegt. Hann er þó vel kunr- ur hlustendum sem píanóleikari. Einn- ig er undarlegt að jafngóður píanó- leikari og Rögnvaldur Sigurjónsson er, skuli aðeins fá 14 atkvæði. — 1 þess- ujn flokki, sem og nokkrum öðrum, mgla, kjósendur saman mönnum og verkefnum, t. d. fá þarna atkvæði menn, sem eingöngu spila jazz. Helga- Laxness fékk ekkert atkvæði, en hana má þó telja í hópi beztu píanóleikara hér, þótt hún hafi sig ekki mikið í frammi. Af 209 atkvæðum cellóleikara fékk dr. Edelstein, cellókennari Tónlistar- skólans aðeins 15 atkvæði. Undarlegur smekkur! Af lúðraflokkum féllu at- kvæði á tvo flokka, Lúðrasveit Reykja,- víkur og Lúðrasveitina „Svanur”, L. R, fékk að vonum fleiri atkvæði. Um kóra, harmónikuleikara og ,,tví- söngvara” er ekki ástæða að fjölyrða ÚTVARPSTÍÐINDI frekar. 1 næstsíðasta hefti Útv.t. birt- ust atkvæðatölur um erlenda hljómlist- armenn, og er ekki mikið mark takandi á því, þar eð fáein atkvæði em greidd um fáeina menn eða sveitir af tugum ef ekki hundruðum. Úrslit atkvæðagreiðslunnar komu unn- endum góðrar tónlistar mjög á óvart. Með þeim er fallinn þungur dómur um tónlistarsmekk meiri hluta hlustenda í landinu. — Jón Eyþórsson sagði ein- hverntíma, að útvarpið væri ekki skóli eða rannsóknarstofnun, það væri aðeins farvegur fyrir menningu, sem til er með þjóðinni. Ef taka mætti þessi orð J, E. bókstaflega, eða með öðmm orðum fara að vilja meirihlutans í efnis- og manna- vali við útvarpið, yrði útkoman sú að Bragi Hlíðberg þendi sína harmóniku á hverju kvöldi í útvarpinu og væri einráður í öllum tónlistarmálum þar. Forráðamönnum útvarpsins mætti vera augljóst af niðurstöðum atkvæða- greiðslunnar, að uppeldi þjóðarinnar í þessum efnum hefur verið mjög van- rækt og ber því að vinna markvisst að aukinni tónlistarmenningu með þjóð- inni, ekki með því að varpa harmónik- unni fyrir borð, heldur með því að auka flutning á góðri tónlist og erind- um um tónlist í útvarpinu. P. K. P.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.