Útvarpstíðindi - 08.03.1943, Blaðsíða 12
tóní'ht
Atkvæðagreiðslan.
Þrátt fyrir ýmsa annmarka á at-
kvæðagreiðslunni, svo sem lélega þátt-
töku í Reykjavík og öð'rum kaupstöð-
um, svo og að nokkru leyti fyrirkomu-
lag spuminga, kemur greinilega í ljós
hvílík ómenning ríkir hér í tónlistar-
málum.
Við skulum nú athuga lítilsþáttar
atkvæðatölurnar, eins og þær koma
fyrir.
Af hljóðfærum fær harmónikan kúf-
inn af greiddum atkvæðum, en helztu
einleikahljóðfærin, orgel, píanó, fiðla og
celló, fá yfir og undir 100 atkv. Um
harmónikuna má segja, að hún sé ó-
fullkomin eftirlíking á harmoníum, en
það er aftur eftirlíking orgelsins, enda
hafa. engin tónskáld samið neitt fyrir
harmóniku, fáir hafa tjáð hugsanir
sínar á harmóníum, en margir hinna
mestu snillinga fyrr og síðar hafa
samið verk sín fyrir orgel. Þessi 4
öndvegishljóðfæri virðast eiga litlum
vinsældum að fagna hjá fjöldanum,
1 öðrum flokki atkvæðaseðilsins (um
samleik og söng) fær kvartettsöngur
flest atkvæði. Hljómsveit, voldugasta
og umfangsmesta tækið, sem tónlistin á
og mörg stórbrotnustu og fegurstu verk
eru samin fyrir, hefur næst lægstu
a.tkvæðatölu, Langfæst atkvæði fá
strokkvartettar og tríó. Hljómsveit,
strokkvartett, tríó og einsöngur ættu
að hafa hæsta atkvæðatölu, ef verð-
leikar réðu.
1 þriðja flokki (kórsöngur) er niður-
staðan öfug við það, sem vera, bæri.
þannig hefði blandaður kór átt að fá
flest atkvæði í stað fæstra. Blandaður
kór hefur mesta fjölbreytni og stærst
raddísvið, enda ólíkt fegurri og veiga-
meiri verk samin fyrir hann en t. d,
karlakór. Barnakór er einnig mjög
merkilegur, því að börn syngja list-
rænan söng svo sem hálærðir söngvar-
ar, ef rétt er farið með þau. Börn
eru líka að ýmsu leyti meiri „lista-
menn” en fullorðnir.
I níunda flokki eru gamansöngvar
vinsælastir, og mun það þýða gaman-
vísur, en ekki gleðilög eins og t. d.
í svítum Bachs eða gleðina og gásk-
ann í sumum verkum Haydens, Mozarts
o, fl. í samræmi við þetta er niður-
staðan í 2. flokki (hljómsveitir, strok-
kvartettar og tríój. -Megin þorri at-
kvæða í þeim flokki féll á Danshljóm-
sveit Bjama Böðvarssonar, (710 atkv,
af 979 greiddum). Eina hljómsveitín
hér á landi er Hljómsveit Reykjavíkur,
og hefur hún á að skipa beztu kröftum,
sem völ er ,á hér. — Það bezta, sem
heyrzt hefur hér þeirrar tegundar, sem
heyrir undir 2. flokk, má telja Tríó
ITónlistarskólans og Stroksveit Tón-
listarskólans.
Af 67 söngvurum fékk Gunnar Páls-
son flest (240) atkvæði. Stefán Guð-
mundsson (156 atkv.) geldur þess, að
hann er ekki hér á landi, og svo er um
fleiri, Ein bezta söngkonan, hér á landi,
Davina Sigurðsson, fékk aðeins eitt
atkvæði af 1165 greiddum, Jafnvel þótt
gera megi ráð fyrir, að íslenzk lög og
lög sungin við íslenzka texta gangi
bezt í eru manna., er þessi smekkur
með öllu óskiljanlegur. — ,
Kvartettsöngviar og karlakórar eru
mjög vinsælir. Ekkert óvænt kom þar
í ljós, nema ef vera skyldi hinn mikli
munur á atkvæðafjölda Karlakórs
Reykjavíkur (425) og Fóstbræðra
(205),
Hér á landi er ekki um að ræða
nema tvo fyrsta flokks organleikara,
en þeir eru Páll Isólfsson (585) og dr.
Urbantschitsch. Sá síðar nefndi hefur
200
ÚTVARPSTÍÐINDI