Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Qupperneq 15

Útvarpstíðindi - 27.09.1943, Qupperneq 15
Tímamót. Með þessu heíti heíst 6. árgangur blaðs- ins, ný tímamót í starfi og hugsun, fram- undan haust og vetur, kvöldvökur, lestur, skemmtanir innan fjögurra veggja, íhugun, hvíld, nám. Útvarpið hefur jafnan hresst sig upp með svokallaðri vetrardagskrá og blaðið hefur hagað sér eftir útvarpinu í þessu, þá hefur lesmál þess verið aukið og önnur fjölbreytni upptekin. ‘Fyrstu árin var að sumrinu aðeins send frá blaðinu dagskráin, nakin og umbúðalaus, en í sum- ar hefur blaðið komið út með dagskrár- kynningu og öðru efni, þó að sumarheftin hafi verið heldur minni en að vetrinum. Það er að ýmsu leyti óhentugt að hafa árgangaskipti á þessum tíma, þótt því verði ekki breytt nú. En með því að hefja nýjan árgang um áramót, þyrfti annað- hvort að lengja árgang til muna eða stytta og hvorttveggja er illt vegna árgjalds og innheimtu. Blaðið stækkar því upp í 20 síð- ur nú með þessu hefti,~og þá er farið að renna huganum til verkefnanna. Að vísu finnst okkur, sem að blaðinu stöndum, ekki mikill munur frá degi til dags, þótt vetrardagskrá hefjist, það er eins og með haustið, við finnum ekki völd þess frekar í dag en í gær, hver dagurinn öðrum líkur, eitt grasið sölnaði í gær, annað bliknar á morgun. Við gleymum deginum, þegar við hættum að hátta í björtu, en það kvöld, sem við tendruðum ljósið í fyrsta sinn á sumrinu, var haustið að boða komu sína og „sumarið byrjað að líða“. Og við lampa- ljós eða perur er gripin bókin, penninn eða blaðið til hugarhægðar og skemmtunar, eða hvíldar notið við að sitja kyrrlátur eða liggja og hlusta á vin sinn, útvarpið. Og svo koma bréfin. Við fáum að vísu mörg bréf að jafnaði allt árið, en með haustinu og vetrinum lierkur tónl istarviðburður Sunnudaginn 10. október verður Leningrad-symfónían eftir Szostako- witz flutt af hljómplötum í miðdegis- útvarpi kl. 15.00. Leningrad-symfónían er talin mjög sögulegt tónverk. Iiöfundurinn er þekkt rússneskt tónskáld. Hann samdi þessa symfóníu meðan stóð á hörðustu umsátinni um Leningrad ög Þjóðverjar gerðu sem grimmasta hríð að borginni. Szostakowitz starfaði í slökkviliðinu, en gaf sér þó tíma til að semja þetta stórfellda tónverk sem lýsir ógnum styrjaldarinnar, hroða- legri stórskotahríð, sífelldum loft- árásum, eldsvoða og skelfingu. Síðan var symfónían tekin á smá- filmu og send loftleiðis til Bandaríkj- annna, og tók hinn heimsfrægi hljóm- sveitarstjóri Toscanini hana til með- ferðar. Nú hefur setuliðið hér fengið symfóníuna hingað á plötum og er ekkert annað eintak til hér og verður ekki fyrst um sinn Setuliðið hefur sýnt útvarpinu þá velvild að bjóðast til að lána symfóníuna til flutnings í útvarpinu, og hefur úlvarpið tekið boðinu. Flutningurinn tekur h. u. b. 90 mín- útur. Athygli hlustenda skal vakin á á því, að þennan sunnudag heíst mið- degisútvarpið kl. 15.00 eða halftíma fyrr en venja er til. fjölgar bréfunum til blaðsins og þar með þátttakan í starfi og stefnu þess. Ritstjóri einn norðanlands sagði í bréfi til mín, að hann læsi alltaf fyrst aðra síðu blaðsins, Sindrið; ýmsir telja raddirnar skemmtilegt og nauðsynlegt efni, þar sem margir leggja orð í belg, sumir kjósa helzt viðtölin og ÚTVARPSTÍÐINDI lö

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.