Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Síða 5
tffótascKja cjtiz »Mwnat ©tí. ©lí.a^-H'Ho* ■£■
Hann liét Helgi, og ég kynntist hon-
um niðri í gufukatli á ensku stríðsskipi.
Mér er hann minnisstæður. Og jólin, sem
hann hélt, meðan við vorum ketilhreins-
arar, líða mér seint úr huga. En að þeirri
jólasögu er dálítill aðdragándi.
A einum síðsumarmorgni þrömmuðum
við taktlaust og skrykkjótt fram bryggj-
una, fimm ketilhreinsarar, og bárum haf-
urtaskið tilhcyrandi vinnunni: fötur,
kósta, skröpur, sköfur, hamra, vírbursta,
kerti, kaffibrúsa og matarpinkla. Langs
með hafnarbakkanum lágu flutninga-
skipin, flest erlend og framandi, gráir
drungalegir, sóti drifnir skrjóðar, sums
staðar fjórir til sex síðu við síðu. Þarna
voru kvíar stórskipanna, en í vestur-
höfninni lágu fiskiskipin okkar, lítil, sæ-
þvegin og hnarreist, eins og djörf og for-
vitin börn.
Við klifruðum út í eitt stríðsskipið,
grámulegan ryðkláf, röðuðum okkur
kring um ketilopið og skimuðum niður
í grásvart gímaldið, en á rnóti okkur
lagði Jjyrkingslegan hitastraum.
— Er hann heitur? spurði einhver.
— Hann er ekki kertisfær, enda sízt
nð furða, þar sem hann var ekki blásinn
út fyrr en klukkan fimm í morgun.
— Hvað á þá að gera?
— Karldurgurinn er búinn að lofa að
ÚTVAKPSTÍÐINDI
skila katlinum börðum, sköfnum og
burstuðum fyrir nón.
— Fjandinn hafi það, — við látum
Jjó ekki steikja okkur fyrir ein skítug
daglaun.
Þannig töluðu Jreir fjórir um stund,
en ég, sem var nýr í starfinu, lagði ekk-
ert til málanna; — ég, sem vissi ekki
svo mikið sem það, að ketill, sem ekki
var kertisfær, var svo heitur, að kerti
bráðnaði niðri í honum, — en með kert-
um átti hver hreinsari að lýsa fyrir sér
við vinnuna.
Eftir nokkurt þóf og þjark stakk einn
náunginn sér niður um opið og skreidd-
ist út undir hvelfingu ketilsins. Það var
Helgi. Hann var lítill maður og þunn-
vaxinn, skrækur í rómi. Innan skamms
sendi hann tóninn neðan úr katlinum og
ögraði til niðurgöngu. Hann hafði kveikt
á kerti sínu og flöktandi skímu brá fyrir.
Þeir fóru eiiln af öðrum niður, kveiktu
ljósin, dæstu og bölvuðu, kölluðu hver
til annars.
Það umdi einhvemveginn svo drauga-
lega í Jæssu glórulausa víti, að ég fyllt-
ist óhugnanlcgum geig, Jregar ég lagðist
á magann og lét fæturna síga niður í ket-
ilinn. Ég var hvorki feitur né þrpkvax-
inn á þeim árum, en opið reyndist svo
þröngt, að lengi stóð á bakhlutanum og
mjöðmunum, Jjangað til ég seig niður og
tyllti tánum á glóðheita pípu. Því næst
105