Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Qupperneq 22
DANSHLJÓMSVEITIRNAR
Framh. af l>ls. 110.
hapn gefur hljóðfæraleikurunum til að
gefa ímyndunarafli sínu lausan tauminn.
Jazz er einstakur í sinni röð, og það hef-
ur aldrei koniið fram neitt, sem líkist
honum í list“.
Eitt er staðreynd, sem ekki verður í
móti mælt. Yngri kynslóðin vill heyra
jazz, og sumir ekkert nema jazz. Finnst.
mér því ekki hýggilegt, að fordæma hann
og vilja kasta honum fyrir borð, 'sem
einhverju siðspillandi. Hann hcfur þegar
sýnt, að honum verður ekki vísað frá
með „órökstuddri" dagskrá.
Við höfum dagskrárlið í útvarpinu, er
heitir tónlistarfræðsla útvarpsins. Þetta
er mjög þýðingarmikil og þakkarverð
viðleitni af hálfu útvarpsins, til að kenna
okkur að hlusta á tónlist og skilja form
tónlistar. — Ég hef því miður ekki haft
mörg tækifæri til að ldusta á þennan dag-
skrárlið, en þriðjudag einn í nóv. s. 1.
heyrði ég Pál ísólfsson skýra sónötu eft-
ir Grieg. Þetta fannst mér ágætt, sér-
staklega vegna þess, að á eftir hinum
ágætu skýringum Páls heyrði maður allt
vcrkið leikið af hinum snjalla píanóleik
ara Dr. Urbantschitsch. — Þessi þáttur
ætti að mínu áliti ávallt að vera í sam-
bandi við tónleika tónlistarskólans. Að-
eins ættu verkefnin ekki að vera of
strembin fyrstu árin.
Mér virðast danslögin aldrei hafa ver-
ið höfð í hávegum hjá útvarpinu. Þau
hafa ekki einu sinni verið kynnt, er þeim
hefur verið útvarpað. — Væri nú ekki
rétt að skipta um, og lofa „garminum
honum Katli“ að vcra með, þegar talað
er um tónlist. Jafnvel að taka liann nicð
í fræðslutímunr útvarpsins. Það yrði á-
rciðanlega vel þegið af ungu kynslóð-
inni. Bjarni Böðvarsson
■.. hvað er meira þroskandi fyrir
skynbragð manns á hljómfalli, en
einmitt hið sérkennilega og síbreyti-
lega hljómfall danslagsins ...
... Hlustið, hlustið og lilustið betur.
seyir Þárir Jónsson.
Það er ekki ósjaldan, að rnaður heyrir
því haldið fram, að jassmúsík hafi sið-
spillandi áhrif á fólk, fyrir nú utan það,
að hún sé bara villimanna-öskur og geti
tæpast talizt til tónlistar. Eg verð að
segja það, að þessar fullyrðingar virðast
mér með öllu tilhæfulausar og komnar
fram vegna þess, að fólk hefur ekki kynnt
sér málefnið sem skyldi.
Það má segja, að hljómasamböndin
séu djarfleg og krefjist þess, að tónheyrn-
in sé þroskuð, og er því ekki nema eðli-
legt, að þeir, sem hlusta með hálfu eyra,
heyri ekki nema eitthvert óskiljanlegl
tónarugl. En það er síður en svo, að ekki
sé farið eftir föstum tónlistarlegum regl-
um.
Og hvað er meira þroskandi fyrir skyn-
bragð manns á hljómfalli, en einmitt hið
sérkennilega og síbreytilega hljómfall
danslagsins. — Verður því „jassinn“ að
teljast ein greinin á stofni tónlístarinnar.
Ilvað hin siðspillandi áhrif snertir,
geri ég ráð fyrir, að umhverfið frekar eu
áhrifin frá „jassinum“ skapi þau, og jafn-
vcl, að þeirra sé að leita í þroska fólksins
sjálfs.
En það má segja um iðkendur „jass-
ins“, að þar er misjafn sauður í mörgu
fé, eins og annars staðar, og ósmekklegt
þykir mér, þegar tekin eru sígild verk
hinna miklu „klassisku" meistara, og
gerð tilraim til að breyta þeim í „jass“.
Og svo langt hafa. þessar öfgar gengið.
að ég hef jafrivel heyrt „Ave Maria“ eft-
ir Sehubert, spilað sem „fox trot“, og
það sem meira er, fólkið virðist dansa
eftir því af hrifningu. Ég tek aðeins þetta
122
ÚTVARPSTÍÐINDI