Útvarpstíðindi - 06.12.1943, Side 29
Víst mig dreymir vel og sœtt.
Vilhjálmur er að tala.
Eyvindur á Fjöllum.
ÞAÐ ER ANNA-ÐHVORT í ÖKLA
EÐA EYRA, EN ÝMISLEGT -
ER ÞÓ GOTT OG BLESSAÐ.
Við, sem búum í dreifbýlinu, höfum fátt ann-
að en útvarpið til skemmtunar. Þess vegna lang-
ar mig að tala ofurlítið um dagskrána. Skyldi
engum nema mér þykja einhliða músík á sunnu-
dögum? Það er annað hvort í ökla eða eyra.
Klassisk músík — eða jazz — á hæðsta stigi.
Berið Ragnari Jóhan'nessyni mína beztu kveðju
fyrir lestur útvarpssögunnar. Nýr litvarpsþátlur
hefur verið tekinn upp, sem nefnist „samfelld
dagskrá". Mér liafa líkað þau kvöld vel, en það
er bara eitt, sem útvarpið þarf að muna, og það
er, að „hláturinn lengir lífið“. Ég er harmoníku-
vinur og snkna þeirra mínútna, sem við höfum
fengið í viku hverri, en þingfréttirnar hafa tekið
af. Sér útvarpsráð ekki leið til að við getum
fengið nokkrar mínútur á öðrum tímum en vant
var? (Því ])ingið getur staðið nokkuð lengi).
I 4. hefti Utvarpstíðinda skrifar G. um dans-
hljómsveit Þóris Jónssonar. Ég er í öllum atriðum
sammála G.. en því fáum við ekki að heyra í
Bjarna Böðvarssyni? Er ekki hægt að fá Éélag
harmoníkuleikara til að skemmta eitt laugar-
dagskvöld? Ég hef — því miður — ekki smekk
fyrir jazz. Allt ungt fólk í þessu þorpi vill heldur
þessa gömlu góðu „Norðurlanda-músík", þar sem
hægt er að blíslra lagið í róleglieitum með hljóm-
sveitinni, jafnvel þó lagið sé ekki kynnt áður.
Ég vona að við fáum oftar að heyra í Braga
Hlíðberg. Að lokum skora ég eindregið á útvarps-
ráð að halda áfram með „danslag kvöldsins" í
danslagatímum annan hvern sunnudag. Þá væri
mest gaman að fá nýtt lag í hvert sinn, en ekki
gamla slagara. Þeir, sem framleiða músík úti á
landi, hafa gaman að spreyta sig á að koma með
„danslag k)öldsins“ á næsta dansleik þar á eftir.
Við. sem viljum fylgjast með íþróttunum hörm-
um það mjög, ef ekki verður hægt að útvarpa
frá fleiri í|)róttamótum, en gert hefur verið hing-
að til. Öm í Ólafsfirði.
Gleðileg jól!
ÚTVARPSTÍÐINDI
Annað hefti .kemur nœstu daga.
PERÐAÞÆTTIR OG MINNINGAR.
eftir Guðmund Thoroddsen.
EFNI:
BERNSKUMINNINGAR
ÉRÁ BESSASTÖÐUM.
Latínuskóli og prentsmiðja.
Prentsmiðju-danska.
Reykjavíkurferð.
Gestakomur og gleðskapur.
Bóklestur og kveðskapur.
Ileimilisbragur.
1IORNSTRANDAÞÁTTUR.
Iljá Hannesi á Látrum.
Sex dægur ó fjöllum.
í fylgd póstsins frá Búðum til Betúels
gamla í Ilöfn.
Komið að Horni.
Yfir „Ófæru“ til Bolungarvíkur á Ströndum.
FLATEYJARPERÐ.
Einn hestur ú eynni.
Elliheimilið og „Flateyjarframfarastiftun“.
Áskrifendur í Reykjavík vitji lieftanna í
afgreiðsluna, Hverjisgötui, ef þeim leið-
ist að híða ejtir því að tvö hin fyrstu
verði borin til þeirra.
ÖTVARPSTÍÐINDI
129