Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 3

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 3
ÚTYARPSTÍÐINDI 411 koma út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn kostar kr. 25.00 og greiðist fyrirfram. — Uppsögn er bundin við áramót. — Afgreiðsla Hverfisgötu 4. Sími 5046. Heima- sími afgreiðslu 5441. Póstbox 907. Úlgefandi: H.f. Hluslandinn. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Ritstj. og ábyrgðarmenn: Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, Brávallagötu 50, sími 4903, og Þorsteinn Jósepsson, Grettisgötu 86. Nýungar í dagskránm ÞAÐ VÆRI ósanngjarnt að viður- kenna ekki, að nokkuð beri á nýjung- um í útvarpinu um þessar mundir. Bæði er, að nýir þættir, lögfræði- þátturinn og náttúrufræðiþátturinn hafa nú byrjað, Lög og létt hjal hef- ur verið endurvakinn — og nýir, að- allega ungri menn, koma fram. Þátt- ur Ólafs Jóhannessonar prófessors fer mjög vel af stað, og bendir allt til þess, að útvarpshlustendur muni ekki vilja missa hann eftir að þeir hafa kynnzt honum. Spái ég því, að þessi þáttur muni verða langlífur í útvarpinu. Náttúrufræðiþáttur Ást- valdar Eydals er og fróðlegur og skemmtilegur, en sá galli er á þeim þætti, að Ástvaldur flytur ekki vel, því miður. Hann er flámæltur, og það er einn hvumleiðasti galli sem þekkist á flytjanda í útvarpi. Þetta kom mér alveg á óvart. Ég þekki Ásvtald, og hef nokkrum sinnum tal- að við hann, og alls ekki orðið var við þennan galla á máli hans. Má því vera, að hann komi alls ekki fram nema þegar hann flytur ræðu. En það gæti líka bent til þess, að hæg- ur vandi sé fyrir Ástvald að bæta úr þessu. Ástvaldur er mjög vel mennt- aður maður á sínu sviði, og væri því mjög slæmt ef þátturinn hans næði ekki tilgangi sínum vegna þessa leið- inlega galla. Jón Þórarinsson tónskáld hefur nú starfað við útvarpið í tæpan mánuð eftir heimkomuna. Við höfum strax orðið vör við hann, í músíkinni, og með þætti hans um tónlistina. Þessir þættir eru nýung, og tel ég þá til mikilla bóta fyrir dagskrá útvarps- ins. Jón kann að tala við okkur, sem fáfróðir erum um tónlist svo að við skiljum hann, en það er vitanlega fyrsta skilyrðið til þess að við get- um lært að skilja þessa drottningu allra lista. Eg vil þakka Jóni Þór- arinssyni fyrir þættina og um leið fullvissa hann um. að hann er á réttri braut. Þessir þættir hans miða mjög að því, að glæða tónlistarþekk- ingu meðal alþýðu, en það er mikið atriði og lofsamleg viðleitni. Páll Isólfsson er aftur kominn í útvarpið. Allir munu fagna því, þó að ekki hafi hann vakið Þjóðkórinn sæla frá dauðum. Páll hefur, þegar þetta er ritað, flutt fyrsta erindi sitt af sjö, sem hann kallar „Við orgel- ið“. — Þetta erindi hans var mjög hugðnæmt, óg hygg ég, að hlustend- ur, hvort sem þeir kunna góð skil á músík eða ekki, séu mér sammála um

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.