Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Síða 10

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Síða 10
418 ÚTVARPSTIÐINDI allt virðist það greikka sporið, þegar í Austurstræti eða Bankastræti er komið. Það er eftir engu að bíða ... þetta er vinnustaður. — Kvenfólkið brunar eftir gangstéttunum — og ég get skotið því inn í, að það er bók- staflega lífshættulegt að vera á gangi þarna, þegar dömurnar veifa regn- hlífunum sínum — strætisvagnarnir þjóta eftir akbrautinni og þarna er einhver stöðugur niður, sem þó eng- inii bæjarmaður tekur eftir, nema hann leggi hlustirnar við .. . Og eins og í öllum stórborgum, þarf maður ekki að víkja nema örskamman spöl. út af aðalgötunni, til að koma inn í hliðarstræti, sem eru jafn gjörólík henni og dagur nóttu. Því Austurstrætin og Bankastrætin og Laugavegirnir byggja alla sína tilveru á litlu borgaragötunum — götunum, þar sem þúsundirnar vinna, til þess að borgin þeirra geti verið til, og sofa og hvílast, til að geta unnið ennþá meira daginn eftir. Hversu margir skyldu til dæmis vita það, að aðeins örfáum fótmál- um frá Bankastræti — í Ingólfs- stræti 16 — situr blint fólk við vinnu sína? Ég ræddi um daginn stundar- korn við Þorstein Bjarnason um þetta fólk, en hann er sá maðurinn meðal núlifandi Islendinga, sem sjálfsagt hefur mest unnið að vel- ferðarmálum þess. Hann sagði mér, að sumt af fólkinu væri komið yfir sjötugt. Og þarna er meira að segja ellefu ára piltur að austan, sem kom til Reykjavíkur í haust og berst nú ótrauður gegn erfiðleikunum, sem sjóntapið hefur bakað honum. „Það fær enginn skilið, hvað þetta fólk er lagið og leikið í höndunum", sagði Þorsteinn mér — blinda fólkið, sem framleiðir burstavörur handa lands- mönnum í húsinu númer sextán við Ingólfsstræti. Ég sagði í fyrstu, að Reykjavík væri stórborg og að hún væri „kom- in á kort“ útlendinganna ... Og svo talaði ég um músík Austurstrætis .. . En fótatak framfaranna má heyra í fleiru en músík stórgötunnar. Það má heyra það við höfnina, þar sem verkamennirnir skipa upp vör- unum og senda afurðir okkar til hinna fjarlægustu landa. Það er við bryggjurnar, þar sem nýsköpunar- togarar núa sér upp við nýsköpunar- báta og Lagarfoss, Selfoss og Salmon Knot lesta vörur til New York og Antwerpen. Það er alls staðar þar, sem vinnandi fólk er' saman komið, og ef hlustað er vel eftir, má jafnvel heyra ofurdauft hljómfall þess hjá öllum ráðunum okkar blessuðum, sem stundum segja „já“ en oftar „nei“. — En þar finnst mér það lágt og heldur svæfandi .. . Og svo eru það iðnaðarhverfin. Það er engin stórborg til án iðnaðar- hverfa ... — Og hvað framleiðir Reykjavík þá? Jæja, hún frystir fisk í frystihúsum og saumar kápur, kjóla og karlmannsföt handa borgurunum sínum. Hún smíðar húsgögn við Laugaveginn og hefur komið upp matjurtagörðum í Kringlumýrinni. Hún byggir ... auðvitað ... og svo smíðar hún skartgripi úr gulli og silfri. Leirmunagerðir á hún líka, og góðar prentsmiðjur og bókbands- vinnustofur. Smiðjurnar hennar smíða báta og skip, ölgerðirnar sjá fyrir svaladrykkjunum og dagblöðin eru lesin í öllum sýslum og hreppum.

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.