Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 13

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 13
ÚTVARPSTÍÐTNDI 421 að það voru þrennir eða fernir kost- ir og ókostir, sem allir, sem ég spurði, voru sammála um. Kostirnir voru hitaveitan og nýju hósin, inn- siglingin til Reykjavíkur og höfnin ... og vel klæddu stúlkurnar . . . ókostirnir voru hótelskorturinn, — vöntun á góðum skemmtistöðum og drykkjuskapurinn í bænum. Einn þeirra spurðu — Reykvík- ingur, sem gegnum vinnu sína um- gengst mikið samborgarana — svar- aði á þessa leið: Fagrir litir á fjöll- unum og klæðnaður kvenfólksins, glókollarnir á barnaleikvöllunum og blómin á Austurvelli heilla mig mest á sumrin ... Meginókostir okkar mæta bæjar eru drykkjuskapur unga fólksins og það, að barnafjölskyldur skuli þurfa að búa í bröggum ... Og ung skrifstofustúlka tekur í sama streng. Hún talar í svari sínu um fallega innsiglingu og Esjuna og Tjörnina, en bætir svo við, að það sem verst sé við borgina hennar sé — eins og hún orðar það — „slow- foxtrott bílanna á rúntinum á kvöld- in ... og drykkjuskapur á böllum. .. Annars get ég ekki stillt mig um að lesa- hér svar fjögurra ungra og blómlegra stúlkna, sem skrifuðu eft- irfarandi um kosti og ókosti höfuð- staðarins: Við viljum fá skemmtileg veitingahús (restaurant) með dá- samlegum sýningum, milli þess sem góð hljómsveit spilar — stað, sem maður getur komið inn á á tímabil- inu átta til tólf ... Einnig viljum við fá meiri listagarða, með háum trjám og fallegum gosbrunnum, þar sem hægt er að hafa mikið ... af rómó ... Þar sem hægt er að hafa mikið af rómó. — Reykjavík er orðin 50.000 manna borg, og hér eru f jórar ungar stúlkur, sem vilja fá listigarða og gosbrunna, þar sem hægt sé að hafa mikið af rómantík. Og þó er Reykja- vík í rauninni öll orðin meira en lít- ið rómantísk, því hún er öskubusk- an, sem á örfáum árum hefur oln- bogað sig inn á milli þeirra höfuð- staða veraldarinnar, sem „komnir eru á kortið". Hún er orðin svo I romantísk, að erlendir blaða- og út- varpsmenn sækja hana heim, til að skýra höggdofa samlöndum sínum frá því, að Reykvíkingar eigi svo mikið af bílum, að þeir fari með þá eins og óvitar með leikföng. Hún er orðin svo stór, að voldugar þjóðir senda hingað menn sína til að vernda rétt þegna sinna og fylgjast með málefnum Islendinga ... Því Reykja- vík ER orðin stórborg, og í henni má finna allar blessanir og bölvanir stórborgarinnar ... og sjálfsagt einn eða tvo hluti til viðbótar. Rafgeymavinnustofa vor f Oaröastrœti 2, þriðju hœð. annast hleðslu og viðgerðir á viðtaekjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.