Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Side 16
424
ÚTV ARPSTtÐTNDI
ATHUGASEMD.
Þetta er í samræmi við það, sem sagt
er í forystugreininni. Fleiri bréf hafa
borizt um þetta, en þetta bréf túlkar
sjónarmið þeirra allra.
NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM
RIKISÚTVARPIÐ.
SigurSur HciSberg skrifitr: „I 13. tbl.
Útvarpstíðinda er grein, sem nefnist:
„Raddir kunnra manna. Lýsingar merkra
atburða geymast til framtíðarinnar.“
Þegar ég las þessa grein, fannst mér
ég mega til að skrifa nokkrar línur í
Útvarpstíðindin til að þakka þessum
mönnum fyrir þessar framkvæmdir. Mér
finnst ekki mega minna vera, en einn af
samtíðarmönnunum láti til sin heyra.
Ég er enginn spámaður, en þó held ég,
að herra Jónasar Þorbergssonar, útvarps-
stjóra verði minnst eftir nokkur hundruð
ár sem merks brautryðjanda fyrir þessar
framlcvæmdir.
Mér finnst, að herra Jónasi Þorbergs-
syni hafi farnast mjög vel sem útvarps-
stjóra, eftir að hann hætti að skipta sér
af stjórnmálum. Áður stóðu sífeldir
stormar um hann og eru þeir nauðsyn-
legir til þess að halda manninum vak-
andi, en þeir mega ekki vera svo kaldir,
að það sé ekki metið, sem vel er gert.
Enn man ég þegar herra Einar H. Kvar-
an kom til okkar eitt laugardaagskvöld
í krnnaraskólann, þá orðinn gamall, ár-
ið 1924 eða 1925 og las fvrir okkur eina
af smásögum sfnum, Vistaskiptin, hve
snilldarlega hann fór með það efni.
Mikið þætti mér vænt um að eiga þann
upplestur á plötu, en þess er nú ekki
kostur. Mér er alltaf vel við gramma-
fóninn, siðan ég las sögu, fyrir ca. 20
árum, sem hét „Höllin f Karpatafjöll-
unum.“ Ungur maður missir unnustu
sfna, sem hann elskaði. Það gera lík-
lega allir unnustar fyrst í stað. Þessi
stúlka var snilldar söngkona, og áður en
hún dó, fékk unnustinn hana til þess'
að syngja á plötu. Þessar plötur spilaði
hann svo sér til yndis eftir dauða henn-
ar. Fólkið hélt að stúlkan væri aftur-
gengin og í höllinni væri magnaður
Söfjuleg skáldsaga.
Jón
Gerreksson
Jón Gerreksson Skálholtsbiskup
er kunnur úr sögunni. Jón
Björnsson skáld hefur skrifað
mikla sögulega skáldsögu um
þennan mann. Hún kom fyrst
út í Danmörku 1946 og vakti
mjög mikla athygli á Norður-
löndum. Mun hún koma út á
sænsku á þessu ári. Helgafell
hefur nú gefið þessa merku bók
út og kemur hún á bókamarkað-
inn innan skamms. Sagan er
ákaflega viðburðarík og „spenn-
andi“. Hún lýsir þjóðháttum hér
á landi í tíð Jóns Gerrekssonar,
átökunum milli alþýðu og höfð-
ingja og endalokum biskups, en
honum var, sem kunnugt er,
drekkt í Brúará.
Jón Björnsson er ákaflega vand-
virkur rithöfundur. Hann þræð-
ir söguna af samvizkusemi, en
gæðir hana jafnframt skáldlegri
innsýn sinni.
Jón Gerreksson verður bezta
jólagjöfin fyrir alla þá, sem
unna íslenzkum sögum.
Helgafell
Garöastræti 17.
Skrifið eftir bókinni, og ykkur
mun verða send hún um hæl
gegn póstkröfu. — Hún kostar
60—80 krónur.