Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Síða 20
428
ÚTVARPSTÍÐINDI
lega hjarðræningja af værum blundi.
Hið mikla kvöld rann upp eins og
vænta mátti, heiðríkt og bjart af
tungli. Pallur hafði verið gerður í
þægilegu og hagstæðu tré, og þar
sátu þær í hnipri, frú Packletide
og hin launaða lagskona hennar,
ungfrú Mebbin. Geit, sem jarmað gat
svo einkar þrálátlega, að ætla mætti
með tiltölulega mikilli vissu, að jafn-
vel hálfheyrnarlaust tígrisdýr heyrði
til hennar í aftankyrrðinni, var
tjóðruð í hæfilegri fjarlægð. Með
ágætis riffil og mikla þolinmæði í
veganesti beið svo veiðikonan komu
bráðarinnar.
„Ég geri ráð fyrir, að við stofn-
um okkur í allmikla hættu?“ sagði
ungfrú Mebbin.
Hún var ekki beinlínis smeik við
villidýrið, en henni var sjúklega annt
um að gegna ekki agnarögn meiri
skylduverkum, en laun h ennar stóðu
til.
„Bull,“ sagði frú Packletide.
„Þetta er fjörgamalt tígrisdýr. Það
gæti ekki stokkið hingað upp, jafn-
vel þótt það langaði til þess.“
Ef það er gamalt tígrisdýr, finnst
mér, að þér ættuð að fá það ódýr-
ara. Þúsund rupees eru miklir pen-
ingar.“
Viðhorf Louisu Mebbin til pen-
inga yfirleitt, — það gilti einu, hvað
þeir hétu eða voru, — líktist lang-
mest umhyggju elztu systur. Það var
hetjusamri meðalgöngu hennar að
þakka, að margri rúblunni hafði ver-
ið bjargað frá því að falla í botn-
lausa þjórféhítina í gistihúsinum í
Moskva, og frankar og centímur
loddu við hana ósjálfrátt, þótt rokið
hefðu út í veður og vind úr hönd-
um óhlífnari manna. Heilabrot henn-
ar um lækkunina á markaðsverði
aflóga tígrisdýrs fór út um þúfur
við það, að dýrið sjálft kom á vett-
vang. Jafnskjótt og það hafði fest
sjónir á tjóöraðri geitinni, lagðist
það á magann, augsýnilega miklu
fremur í því skyni að fá sér örlitla
hvíld, áður en það leggði til atlögu,
en því dytti í hug að hremma bráð
sína úr launsátri.
„Ég held, að það sé veikt,“ sagði
Louisa Mebbin á máli Hindúa, og
svo var sú setning ætluð höfóingja
þorpsins, sem lá 1 leyni uppi í tró'
þar í nánd.
„Þei, þei!“ sagði frú Packletide,
og í sömu andránni tók tígurinn að
röíta í áttina til íórnarlambsins.
„Núna, núna!“ hrópaði ungfrú
Mebbin æst. „Ef það snertir ekki
geitina, þurfum við ekki að borga
hana.“ (Agnið var ekki innihaldið).
Það kvað við hár hvellur, og hið
stórvaxna gulmórauða dýr hrökk til
hliðar, en valt svo út af og lá dauða-
kyrrt. Á einu vetfangi hafði hópur
innfæddra safnazt saman á staðn-
um með mildu írafári, og óp þeirra
báru hin góðu tíðindi skjótt til þorps-
ins, þar sem tekið var undir með
sigrihrósandi bumbuslætti. Og sigur-
gleði þeirra og fögnuður enduróm-
aði feginslega í hjarta frú Packle-
tide. Hádegisverðarboðið í Curzon-
stræti virtist þegar óendanlega miklu
nær.
Það var Louise Mebbin, sem beindi
athygli þeirra og hennar að þeirri
staðreynd, að geitin lægi í dauða-
teygjunum eftir banvænt byssuskot,
þar sem aftur á móti engin merki
hinna helvænu skeyta riffilsins var