Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 24

Útvarpstíðindi - 10.11.1947, Blaðsíða 24
432 ÚTVARPSTIÐINDI LITIÐ LJóÐABRÉF til ólínu skaldkonu sendir Helgi Hjörvar. (Svar). „Hrngur allt á eina sveif, um ástir vart ég hirði. En sú sem fyrst mitt hjarta hreif, hún var úr Skagafirði. Dregur föl um liólm og höf, horfum við á það bæði. Yfir hennar grónu gröf gerirðu til mín kvæði. Valt mun traust á veika sál, vil ég ei um það rita. Sjónin verður sumum tál. Sælla er að trúa en vita“. MORGUNVÍSA. Jón frá Hvoli sendir eftirfarandi þrjár stökur: „Morgunstundin mær og hlý mér fær gleði hlýja. Blessuð sólin brosir í bili millum skýja“. SÓL OG SUNNANVINDUR. „Ofantinda urðar mið út um rinda valla, sunnanvindinn saman við sólarlindir falla". ADEILUVISA. „Eftir því sem andinn manns öðlast þekking meiri, verða til af völdum hans vítisáliöld fleiri“. ÓKUNNUR HÖFUNDUR. Einn af lesendunum sendir eftirfar- andi stökur og ségir höfund ókunnan. Þekkið þið höfundinn? „Hvar skal byggja? Hvernig fer? Hvar á að reka að landi? Hver inun tryggja hag minn hér? Hvað á að liggja fyrir mér? l>að um varðar þig ei grand. Þér á að nægja vonin. Guð ákvarðar láð og land, lán, búgarðinn, auð og stand“. Brunabótafélag íslands vátryggir allt lausafé (nema verzlunarbirgðir). Upplýsingar í aðalskrifstofu, Alþýðuhúsinu (sími 4915) og hjá umboðsmönnum, sem eru í hverjum hreppi og kaupstað. Tígrisdýri^ ... Framh. af bls. 427. iljunum vekja undrun aðdáenda hennar. „Það er undur, hvernig Louisa gat þetta," verður flestum að orði. Frú Packletide fer ekki framar á rándýraveiðar. „Aukakostnaðurinn er svo gífur- legur," segir hún forvitnum vinum sínum í trúnaði. ILA íslenzkaöi,

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.